Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Page 42

Menntamál - 01.10.1970, Page 42
hærri mælt með okkar óáreiðanlega mæli- kvarða (tvisvar sinnum villufrávik tækis okkar við mælingu á mismun). Ef aðrir í ættflokknum vilja fá að vita, liversu ör- uggur þessi úrskurður er, geturn við sagt þeim, að þótt ekki væri um sannan mis- mun að ræða, mundi falskur munur, þetta mikill, koma fyrir, en sjaldnar en fimm sinnum við hverjar 100 sams konar mæl- ingar. Ef um væri að ræða geysimikil verð- laun, t. d. tonn af gulli, lianda þeim, sem mest mæti Hamlet (vissulega viturleg fjár- festing í hverju þjóðfélagi), og við vildum vera enn vissari en þetta að munurinn væri raunverulegur, gætum við krafizt þess, að Sigga væri a. m. k. 3,6 þumlungum hærri samkvæmt þessum óstöðuga mæli- kvarða (2.6 sinnum villufrávik tækisins, sem mælir muninn). Þá gætum við vottað, að möguleikarnir eru minni en 1 af 100 á því, að við fáum jafn mikinn mun og þennan, þegar ekki er um sannan mun að ræða. Augljóst er, að hinir fáfróðari í þjóð- flokknum mundu hreyfa kröftugum mót- mælum og segja, að þetta væri ekki rétt aðferð við mælingar. Hið rétta sé að kaupa mælistiku úr stáli, sem stækki hvorki né minnki, heldur gefi nákvæma niðurstöðu við hverja mælingu. Því miður eru engin slík tæki til, sem mæla hugarstarfsemi, og andlega hæfileika, og við verðum að notast við þau, sem við höfum. Auðvitað fyndust menn í þjóðflokknum, sem héldu því fram, að þeir gætu spurt Siggu og Jóa fimm spurninga um Hamlet og sagt svo með vissu, hvort mæti hann meira, en það mundi koma í ljós, að miklu meiri munur yrði á þeirra umsögnum, en fram kæmi með mæl- ingum. „Yfir öllum nákvæmum vísindum“, segir Bertrand Russell í The Scientific Outlook, „drottnar hugmyndin um nálgun (approxi-- mation). Þegar einhver segir, að hann viti allan sannleikann um eitthvað, er óhætt að fullyrða, að sá hinn sami sé ónákvæmur maður“. Á sama hátt hefur flest heimspeki á einn eða annan hátt fengist við það vandamál, að greina líkur frá sannindum. Alveg eins og vesalings uppalandinn, sem þreytist á öllum þeim lieimskuþvættingi, sem menn segja og skrifa um uppeldismál, og snýr sér að mæl- ingum í þeim tilgangi að finna eitthvað fast til að byggja ályktanir sínar á, hafa lieim- spekingar frá örófi alda verið önnum kafn- ir við þann vanda að greina staðreyndir frá skoðunum —- rökstuddar líkur frá órök- studdri staðhæfingu. Þótt þeir hafi miklu áorkað og vandamálið skýrzt, eru þess ekki mörg dæmi, að þeir liafi sett fram auðskild- ar og almennt viðurkenndar reglur þeim til leiðbeiningar, sem leitar raunveruleik- ans. Meðal þeirra, sem fram hafa komið, eru reglur rökfræðinnar og lögmál vísinda- legra rannsókna. Á óæðri bekk meðal hins síðarnefnda er hin viðtekna liefð, að mun megi skoða raunverulegan (þ. e. að hann sé ekki fram kominn vegna galla mælinga- tækisins) ef hann er tvisvar sinnum stærri en staðalvilla tækisins, sem notað er við mælingu mismunarins, og helzt 2,6 sinnum stærri. Slík grundvallarregla við leit að sannleika um uppeldismál mundi liafa vak- ið áhuga Platós, og hann mundi líklega liafa samþykkt hana, þar sem liann var góð- ur stærðíræðingur sjáltur og leit á stærð- fræði sem höfuðtæki hvers þess manns, sem í einlægni leitar liins sanna veruleika. Fáeinir óverðugir félagar kennarastétt- arinnar kunna að furða sig á, hvers vegna nokkur maður eigi í erfiðleikum með að finna út, hvað sé rétt og satt í uppeldismál- um. Þeir munu segja þér, að hið rétta og sanna — hið raunverulega, sé svitinn, lyktin, hávaðinn, agavandamálið, yfirfullir bekk- ir, liin lágu laun, o.s.frv. Ef einhver þykist ætla að finna hið rétta og sanna í uppeldis- málum með því að reikna út staðalvillu mismunar, hlæja þeir liæðnislega. Við gæt- um samþykkt, að þetta, sem upp var talið, er nokkuð af hinum óskemmtilega raun- veruleika í því starfi að mennta, eins og því o o o o o o MENNTAMÁL 188

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.