Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 7

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 7
Goluna liægði, þegar kom fram um lágnættið. Ég var þá staddur á ásnum ofan við túnið, hafði verið að reka nokkrar rollur, sem læðst höfðu niður nieð læknum. Á heimleiðinni ætlaði ég að ganga fram hjá fjárhúsi, sem var þar syðst og efst í túninu. En allt í einu greip mig geigur. Mér fannst eitthvað Vera inni í húsinu og það var svo að sjá, að Móri væri á sama máli, því að hann tók að urra og fitja upp á trýnið í átt- ina til dyranna, sem stóðu opnar, en hálfrökkur var í húsinu. Ég hélt mig i hæfilegri fjarlægð og var á báðum átt- um. Forvitnin og óttinn toguðu sitt á hvað. Forvitnin sagði: gægztu inn í húsið, en óttinn sagði: flýttu þér heim i bæ. Móri hélt áfram að urra og leit til mín við og við, eins og hann væri að spyrja, hvort ekki væri rétt að ráðast til inngöngu, en ég var nú engin hetja °g hikaði við. En svo datt mér ráð í hug. Eg klifraði varlega upp á húsvegginn, skreið á fjórum fóturn að strompinum á uiiðju þakinu og gægðist niður um hann. Eyrst sá ég ekki neilt, því að mér var 'limmt fyrir augum, en skuggsýnt í hús- 'nu. En hráðlega birti mér fyrir augum °g ég fór að greina stoðir og veggi, en kom í fyrstu ekki auga á neitt grunsam- k;gl. En þegar ég hafði skimað um stund, þóttist ég greina einhverja dökk- ^oita þúst eða hrúgu framan til í syðri krónni. Ekki gat ég séð á þessu neina ^ugun né hreyfingu, en mér varð ónota- ^ega við, vildi þó ekki hverfa frá við Syo búið. Reif ég því upp torfusnepil úr l3akinu, seildist niður um strompinn og kastaði honum fram í króna. Komst þá keldur en ekki hreyfing á, og er ég stakk nefinu ofan í strompinn sá ég glytta í tvö grænglóandi augu í horn- inu fram við dyrnar. Rann nú hið sanna upp fyrir mér: Hér var svo sem ekkert dularfullt á ferðum. Þetta var hún Mó- hotna lians Halldórs, sem hafði rölt þarna inn til að jórtra þar í ró og næði stundarkorn um lágnættið. Hún hafði verið heimagangur, þegar hún var lamb, en þetta vor hafði hún misst lambið sitt ofan í pytt, og varð hún af þessu einræn og útúrboruleg. Það var komið fram yfir miðnætti. Ég læddist inn göngin, lagði skellihurð- ina gætilega aftur á eftir mér og smaug hljóðlega inn í haðstofuna. Ég var að sækja vettlingana mína. Heldur var skuggsýnt í baðstofunni og ekkert hljóð heyrðist, nema tifið í klukkunni og and- ardráttur sofandi fólks. Ég ætlaði að lyfta upp sængurhorninu í rúminu mínu, en tók þá eftir því, að Andrés, rekkju- VQRIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.