Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 20
fólkinu brygði ekki í brún, þegar hann
kæmi með hópinn trítlandi á eftir sér.
Nú byrjaði hann að hnupla einu og
einu eggi og fela þau. Það voru ýmist
gæsaregg eða hænuegg, og þannig hélt
hann áfram að safna þangað til hann
þóttist hafa nægilega mörg.
Þá var það einn dag, að Thomas
Alva Edison týndist. Það leið löng stund,
þangað til foreldrar hans tóku eftir því,
að hann var horfinn. En þá fóru þau að
kalla á hann. Og þau fóru út í bæinn að
leita að honum. Þau spurðu alla, sem
þau hittu, hvort þeir hefðu séð hann ný-
lega. — Nei.
Nú urðu þau hrædd. Þá var það, að
einhver af leitarmönnunum þóttist heyra
hóstakjölt inni í fjósinu. Hann fór inn.
Þar í innsta básnum lá Alva — solt-
inn, en þolinmóður — hann lá á eggjum.
Þar með var þeirri tilraun lokið. Móðir
hans tók eggin. Drengurinn fékk að
borða og var háttaður niður í rúm.
En fullorðna fólkið veltist um af
hlátri.
Fimm ára gamall hugvitsmaöur á
ekki alltaf sjö dagana sæla, þegar hann
er líka alll of höfuðstór í ofanálag. Hlát-
ur, háðglósur, flengingar, og óvæntar
árásir eru daglegt brauð.
Uti í garðinum hafði Alva fundið dá-
litla holu, þar sem hunangsflugur fóru
ýmist út eða inn. Hann náði sér í prik
og fór að grafa. Það var auðvitað, að
þær áttu bú sitt þarna inni, og nú lang-
aði hann svo mikið til að sjá, hvernig
umhorfs væri hjá þeim.
Hann heyrði suðuna í þeim inni í þúf-
unni. Hann beygði sig niður og hamað-
ist að grafa.
Þá gægðist ófrýnilegur karl út úr
runna skammt fyrir aftan hann. Það var
geithafurinn þeirra, og hann var mann-
ýgur.
„Þetta ber vel í veiði,“ hugsaði haf-
urinn og brosti í kampinn. Síðan tók
hann undir sig stökk.
En Alva lá fyrir utan girðinguna,
þegar hann rankaði við sér.
Hann verkjaði á vissan stað.
Það kom margt fyrir Alva, á meöan
hann var lítill drengur í Milan. En það
sorglegasta var það, sem gerðist eitt
sumarkvöld.
Hann var með litlum leikbróður sín-
um niður við fljótiö. Þeir ætluðu að
vaða út í og baða sig. Þeir fóru úr föt-
unum og óðu út í, fleyttu smáspýtum og
léku sér glaöir og ánægðir.
Alva sagði eitthvað við drenginn,
sem var fyrir aftan hann, en drengurinn
svaraði ekki.
Þá leit Alva við.
Drengurinn var horfinn.
Það var djúpur hylur rétt fyrir neðan
Alva kallaði og hrópaði, en enginn
anzaði.
Þetta var undarlegt. Honum fannst
það hrekkur af drengnum að laumast
svona burtu án þess að láta vita.
Hann óð í land, klæddi sig, kallaði
öðru hvoru og settist svo niður að bíða.
Það byrjaöi að skyggja. Alva stóð
upp. Enn kaliaði hann. En allt var hljótt.
Þá labbaði hann heim — lítill og ein-
mana.
Seinna um kvöldið komu foreldrar
hins drengsins að spyrja um hann. Þau
höfðu verið að leita að honum og voru
16 VORIÐ