Vorið - 01.03.1963, Síða 35

Vorið - 01.03.1963, Síða 35
ÍSLENZKA STÚLKAN: Þá erum við vinir. ESKIMÓATELPAN: Já. (Hún sezt á gólfið). (Það er barið að dyrum og inn koma Kínverjar, faðir, móðir og sonur.) ÍSLENZKA STÚLKAN: Góðan dag, góðan dag. Velkomin til íslands. KÍNAPABBI: Þakka. Svona heilsum við heima hjá mér. (Beygir sig niður að gólfi.) Og ég átti að bera kveðju frá öllum heima. Hér búurn við — í Asíu. ÍSLENZKA STÚLKAN: Og á hverju lifið þið þar? KÍNAPABBI: Við höfum stóra, góða hrísgrjónaakra. Við borðum mest hrísgrjón. ÍSLENZKA STÚLKAN: Og þið borðið svo fallega, að þið notið aðeins tvo pinna til að borða með. KÍNAPABBI: Það væri gaman að fá að handleika gaffal, liníf og skeið. ÍSLENZKA STÚLKAN: Það getur þú fengið hjá mér. Mér er ljúft að vera vinur þinn. KÍNAPABBI: Ágætt. (Þau takast í hendur.) (ÞaS er drepið á dyr og inn kemur lítil stúlka frá Suðurhafseyjum.) HAVAÍTELPAN: Góðan dag. ÍSLENZKA STÚLKAN: Góðan dag. Velkoinin til íslands. HAVAÍTELPAN: Þakka. (Hneigir sig djúpt og fallega.) Eg átti að heilsa frá öllum heima. Hér bý ég. (Bendir á Suðurhafseyjar.) ÍSLENZKA STÚLKAN: Hvernig er að vera þar? HAVAÍTELPAN: Við leikum okkur, syngjum og dönsum. (Dansar og fer nokkra hringi). ViS syndum í sjónum og líður ágætlega. En það hlýtur líka að vera gaman að koma út í snjóinn með þér. ÍSLENZKA STÚLKAN: Þá skal ég lána þér hlýju skíðafötin mín. HAVAÍSTÚLKAN: Þakka. Eigum við að vera vinir? ÍSLENZKA STÚLKAN: Já. (Þær tak- ast í hendur.) (Þá er enn barið að dyrum og inn kemur amerísk stúlka.) AMERÍSKA STÚLKAN: GóSan dag. ÍSLENZKA STÚLKAN: GóSan dag. Velkomin til íslands. AMERÍSKA STÚLKAN: Þakka. Ég átti að heilsa frá öllum heima. Hér bý ég — í Bandaríkjunum. Þar er gott að vera. Sumir búa í húsum, sem eru nærri því hundrað hæðir. Sumir búa í kofum á hinum víðlendu sléttum. Sum börnin eru svört, sum gul, rauð- leit eða hvít. Afi minn kom frá íslandi til Ameríku, þegar liann var lítill drengur. ÍSLENZKA STÚLKAN: Þarna hlýtur að vera gaman að vera. AMERÍSKA STÚLKAN: Eigum við að vera vinir? ÍSLENZKA STÚLKAN: Já, ég er fús til að vera vinur þinn. (Þær takast í hendur.) (Nú kemur inn það sem eftir er af bekknum. Börnin eru klædd í alls kon- ar húninga. — En svo kemur föl, ræf- ilsleg telpa inn. ÞaS er harn frá þeim hluta Asíu, sem verður að þola hungur.) ALLIR: Hver ert þú, auminginn? VORIÐ 31

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.