Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 49
Ert þú sammóla?
ÉG REYKI:
1. Af því að ég hef svo mikið af heil-
brigði, að ég þarf cð losna við eitt-
hvað af henni.
2. Af þvi að ég hef svo fingerð lungu,
að þau eru ógæt til að nota þau fyrir
reykhóf.
3. Af því að ég hef svo mikla peninga
og finnst skynsamlegast að eyða þeim
í reyk og blésa þeim sem fyrst út í
loftið.
4. Af þvi að ég hef svo mikinn tíma af-
gangs og þekki ekkert skynsamlegra
en að eyða honum með því oð blósa
reykskýjum út í loftið.
5. Af því að ég hef verið svo heppinn,
að hofa ekki lært húttvisi, og þarf
þvi ekki oð taka tillit til onnarra, sem
ég skemmi loftið fyrir með reyking-
um.
6. Af þvi að allir aðrir reykja, og ég
finn að mér er skylt að haga mér
heimskulega cins og aðrir.
7. Af því að ég er nú einu sinni byrjað-
ur að reykja og hef ekki hörku í mér
til að hætta því aftur.
Drengur nokkur kom hlaupandi á fleygi-
ferð eftir götunni, og maður nokkur, sem
varð á vegi hans, spurði, hvað þessi hlaup
ættu að þýða.
„Eg geri það til að koma í veg fyrir að
tveir drengir fari að berjast“.
„Og hvaða drengir eru það?“
„Það eru Stjáni og ég“, svaraði drengur-
inn lafmóður.
BRÉFASKIPTI
Öska eftir bréfaskiptum við jafnaldra:
1. Ágúst Óskarsson, Laugum, Reykjadal,
S.-Þing. óskar eftir bréfaskiptum við
frímerkjasafnara á öllum aldri.
2. Anne Birkeland, 10 ára, Bygstad, Sunn-
fjord, Norge.
TIL GAMANS
Katrín litla fór í fyrsta skipti í kirkju',
en þegar hún kom heim, spurði amma
hana, hvernig henni hefði líkað það. „Jú,
það var allt svo einkennilegt. — Mamma
sagði ekki eitt einasta orð allan tímann".
—o—
Rut hefur verið að lesa um Kain og Abel
í Biblíusögunum sínum. Auðvitað fær sag-
an mikið á hana. Kain drepur bróðir sinn
og hleypur svo að heiman í þokkabót. Hún
segir því eftir nokkra umhugsun við kenn-
arann: „Þeim Adam og Evu hefði verið
nær að eignast dóttur".
Móðir Grétu litiu liafði oft komizt í stök-
ustu vandræði með dóttur sína, er þær voru
á ferð í strætisvögnum. Henni hætti þá svo
oft til að gera alls konar leiðinlegar athuga-
semdir við fólkið, sem var í vagninum. —
MóÖirin hafði því lagt ríkt á við hana, að
tala aldrei um fólkið, sem var með þeim í
vagninum, á meðan það heyrði til. Og Gréta
hafði lofað því. Einhverju sinni, er þær
voru á ferð í strætisvagni, kemur á einni
biðstöðinni maður inn í vagninn, sem hafði
óvenjulega stórt nef. Grétu varð strax star-
sýnt á manninn og nú sér móðir hennar að
hún fer að ókyrrast, og það er eins og eitt-
hvað sé að sjóða upp úr henni. Loks segir
hún: „Við skulum ekki tala um manninn
með stóra nefið, fyrr en við konnirn lieim“.
VORIÐ 45