Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 14

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 14
Einar ekur á fullri ferð i rafmagnsbil no. 13. náði Sveinn í leigubíl og var ekið áleiðis til Dýragarðsins. Sólin hafði náð að brjótast í gegnum skýjaþykknið og var á góðri leið með að ryðja því burtu. Er til dýragarðsins var komið stigum við út og keyptum miða við innganginn. Það fyrsta sem blasti við er við komum inn var stærðar turn er byggður var úr bjálk- um. Við ákváðum að fara upp í hann seinna og gengum áfram inn í garðinn. Slegizt hafði í hóp með okkur ung, íslenzk stúlka og fylgdist hún með okkur þennan dag. Fyrstu dýrin sem við sáum voru fuglar. Strútar, hegrar, pelikanar, páfuglar og aðrir stórir fuglar. Sveinn ætlaði að ná mynd af einum pelikanan- um með útbreitt stél, en fuglinn lagði alltaf saman stélið er hann var tilbúinn að smella af. Eftir mikið hopp og hí tókst loks að ná mynd af honum með útbreitt stél. Við skoðuðum fleiri fugla. Á einum staðnum var stærðar búr, sem fullt var af allavega litum páfuglum, við hliðina á því voru önnur búr með lit- fögrum hitabeltisfuglum, sem görguðu og örguðu af öllum mætti, en fæstum þeirra kunnum við nöfn á. Þarna voru alls konar hérar og kanínur, og fullt af smá dýrum, sem við kunnum heldur ekki skil á. Við gengum næst inn í stórt, aflangt hús. Á móti okkur lagði sterkan og vond- an þef. Þarna inni voru stærri dýrin. Gorilluapar og simpansar róluðu sér í búrum sínum en innar öskruðu ljónin hátt og gengu eirðarlaus hring eftir hring í litlum búrum. Einnig voru þarna hlébarðar, gaupur og fleiri rándýr. Ég gekk upp stuttan stiga, þar var annar salur, óþefurinn var þar svo megn að ég dvaldist þar aðeins stutta stund. Þar voru mauraætur, broddgeltir og mold- 10 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.