Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 6

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 6
Þurfti stöðugt að vera á verði á daginn, gæta túnsins og reka úr því, en á nótt- um mátti ganga að því vísu, að allt fylltist af fé, þótt vel væri rekið frá að kvöldinu. Var því haft það ráð að láta börn eða unglinga gæta túnsins um næt- ur, og var það kallað að vaka yfir vellinum. Þetta vor var mér ætlaður þessi starfi. Fannst mér mikið til um þann trúnað, sem mér var sýndur, en kveið þó fyrir í aðra röndina. Svo kom fyrsta nóttin, sem ég átti að vaka. Það var heldur kalt í veðri um kvöldið, norðan bræla og þokuslæð- ingur í fjallinu. Húsmóðir mín fór síð- ust að hátta. Rétt áður kallaði hún á mig og tilkynnti mér, að diskur væri uppi á hillu frammi í búri, mætti ég eiga það, sem á honum væri, og borða það, þegar kæmi fram á nóttina. Skyldi ég vaka fram undir klukkan 5, en reka þá duglega frá túninu, áður en ég færi að hátta. Strigapoki var mér fenginn. Atti ég að safna í hann og bera hurt afrak af túninu. Afrak voru nefndar áburðar- leifar og annað rusl; var því rakað saman í smáhrúgur á túninu. Voru krakkar og unglingar oft notuð til að „bera af“, eins og kallað var og víða látin grípa í það starf, þegar þau vöktu yfir vellinum, eins og ég i þetta sinn. — Húsmóðirin tók það fram, að ekki þyrfti að fást við þetta, nema í góðu veðri. Þegar allir voru háttaðir, lét ég það vera mitt fyrsta verk að fara fram í búr og skyggnast upp á hilluna. Mér hló hugur við, þegar ég sá, að á diskinum lá heil flatkaka með smjöri og mysu- osti. Og ekki spillti það fyrir, að undir kökunni kom í ljós vænn, dökkrauður kandísmoli. Ég gat ekki neitað mér um að narta svolítið í molann, en ákvað að láta hitt bíða betri tíma. Ekki leizt mér meira en svo á útlitið, þegar ég kom út á hlaðið. Þokan var komin niður undir tún og það ýrði úr norðangolunni. Allt fannst mér grátt og ömurlegt. En nú dugði ekki að hírast heima við bæ. Túninu var svo háttað, að ekki sást yfir nema nokkurn hluta þess heiman frá bænum. Neðst á því norðan- verðu var drjúg skák, sem ekki sást að heiman. Það var eins og ærnar vissu þetta, því að það var segin saga, að fyrst læddust þær upp í Undirtúnið, eins og það var kallað. Ég hét nú á Móra gamla til fylgis við mig, en hann svaf í dimmu skoti í bæjar- dyrunum. Hann var gamall og feitur, orðinn þungur á sér og þótti heldur latur. Þó drattaðist hann á fætur, teygði sig og geyspaði ólundarlega, hefur víst verið hissa á þessu kvöldgaufi. Það stóð heima, að nokkrar lambær voru að renna upp í túnfótinn, þegar við Móri komum á vettvang. Ég tók til að hóa og siga, Móri tók undir, skokkaði nokkrar lengdir sínar í áttina til kind- anna, kom svo til mín aftur og gjamm- aði framan í mig engu síður en rollurn- ar. En þær létu sér ekki bilt við verða, sneru samt við ofan í mýrina hægt og bítandi, eins og þær vildu segja: „0, ekkert liggur á, ekki þurfum við að hræðast hann Móra gamla!“ Þegar við komum úr þessum leið- angri, varð nokkurt hlé. Móri skreiddist inn í skotið sitt, en ég brá mér í búrið og beit í flatkökuna mína. 2 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.