Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 10

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 10
reka frá. Að því loknu röltum við heim á leið í hægðum okkar. Það var glaða- sólskin um allan Skagafjörð, einstöku skuggar kúrðu þó enn til og frá í kletta- giljunum í fjallinu, en þeirra dagar mundu nú brátt taldir. Hvergi sást rjúka á bæjunum, en langt í norðri bar svart- an reykjarstrók við loft. Þar var hafið og þetta mundi vera skip á siglingu. Fyrir sunnan Stóragrjót fellur lítill lækur niður brekkurnar. Eru sums stað- ar í honum smáfossar og bunur, en bakkarnir víða vafðir grasi. Þegar ég stökk yfir Grjótlækinn, fiaug grátittling- ur út úr grasinu í lækjarbakkanum. Ég gætti betur að og fann þarna hreiður. Bakkinn var á þessum stað nokkuð bár og beint neðan undir hreiðrinu hylur, en ofan í hann féll lækurinn í dálítilli bunu. Ég varð að leggjast á magann og teygja mig fram yfir bakkann til þess að sjá inn í hreiðrið, en í því voru 5 undurlítil egg. Móri kom og vildi líka fá að skoða, en ég vísaði honum frá með harðri hendi. Það hafði komið fyrir, að liann hafði eyðilagt hreiður, og hann varð alveg óður og ær, þetta letiblóð, ef á vegi hans urðu illa fleygir ungar. Eg setti vel á mig staðinn, kallaði á Móra og síðan héldum við heim. Ekki gleymdi ég að gera því skil, sem eftir var á diskinum mínum, áður en ég fór að hátta. Mér fannst þetta hafa verið góð nótt og kveið ekkert fyrir þeim næstu. Framh. VERÐLAUN FYRIR FJÖLGUN KAUPENDA Vorið hefur ókveðið að veifa þrenn myndarleg vcrðlaun þeim útsölumönn- um, sem útvega FLESTA nýja óskrifendur. VERÐLAUN ERU ÞESSI: Parkerpennasett Bakpoki Pottasett í útilegu Auk þess verða veitt bókaverðlaun þeim, sem næstir ganga með útvegun nýrra óskrifenda. Þar að auki fó nýir óskrifendur siðasta órgang ókcypis ó meðan upplagið endist, ef greiðsla fylgir pöntun, en það er fremur lítið að þessu sinni. Hcfjið nú sókn og útvegið Vorinu sem flesta nýja óskrifendur. HVERJIR HLJÓTA VERÐLAUNIN? 6 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.