Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 15

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 15
vörpur. Við önduðum léttara þegar við komum út og liéldum áfram að skoða dýrin. En ég gat ekki látið vera að hugsa um hve raunalegt það væri fyrir þessi villtu skógardýr að vandra þarna um í þröngum búrum. A hringlaga svæði með gryfju í kring höfðust fílarnir við. Þessi heljarmiklu dýr settu framfæturna upp á gryfjubarm og réttu ranann til áhorfenda eftir sæl- gæti. Næst fórum við og litum á birnina, fyrir þá höfðu verið útbúnir klettar og komið fyrir svolitlu vatni. Og birnan bar ungann sinn á hakinuoghentihonum í vatnið, en sá stutti klifraði upp úr og aftur upp á bakið á mömmu sinni. Sæljónin voru að ég held skemmtileg- ustu dýrin í garðinum, þau voru svo spræk og fjörug. Þegar einn af starfs- mönnum dýragarðsins henti til þeirra fiski stukku þau upp í loftið og gripu hann með frábærri leikni. Þau risu jafn- vel upp á hreyfana og komu að girðing- unni til að fá meira, þarna voru líka selir og mörgæsir. Mörgæsirnar voru mjög skemmtilegar þar sem þær spíg- sporuðu um með spekingssvip og veif- uðu litlu vængstubbunum. Sveinn tók margar myndir af okkur krökkunum með ýmis dýr í baksýn. Áður en við fórum út litum við á litlu apana. Þeir voru í stórum búrum og í þeim voru klettar og rólur og fleira. Gaman var að sjá hve sprell-fjörugir og kattliðugir þeir voru. Við horfðum lengi á leik apanna. Síðan gengum við í hægðum okkar aftur inn í miðborgina. Á leiðinni hentu Sveinn og Grímur okkur krökkunum á Grímur Engilbcrts, ritstjóri Æskunnor og Einar, myndin er tekin í Bergen. ýmsa merka staði. Við gengum yfir Kongens Nytorv niður á Langeline. Við skoðuðum Amalíuhorg (konungssetrið) í leiðinni og Sveinn tók myndir af líf- vörðunum. Einmitt um leið og Sveinn ætlaði að smélla mynd á einn vörðinn kom liann allt í einu vaðandi á móti okkur, ég varð dauðhræddur, en sá svo að þetta var aðeins venjuleg varðganga. Við héldum áfram og komum brátt að styttunni fögru af Gefjun og uxunum fjórum. Við staðnæmdumst við þetta fagra listaverk. Svo gengum við eftir Langeline sem er nokkurs konar skemmtigöngu staður sem liggur niður við sjó. Við nutum góða veðursins og fegurðarinnar í ríkum mæli. Á sjónum sigldu alls konar skemmtibátar og segl- skútur, vélknúnir róðrarbátar og svo stórar ferjur. Við bryggju í grenndinni lá íslenzkl skip, Dísarfell. Eftir að hafa VQRHP 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.