Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 13

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 13
um að skoða bara garðinn núna, en koma svo aftur og reyna skemmtitækin. Stönzuðum þó við nokkur skotkeppnis- hús. f einu þeirra fékk Sveinn viður- kenninguna góð skytta. Ef einnig hefði verið gefið „léleg skytta“ býst ég við, að ég hefði fengið það. Við fengum okkur gosdrykki upp í Kínverska turn- inurn. Síðan var aftur farið út. Kollý og ég fórum í nokkrar skotkeppnir í viðbót og áður en við vissum af var klukkan að verða 12. Við gengurn að aðaltorg- inu, en þar er heljarstórt leiksvið, og á því spilaði Tívólí-lúðrasveitin af fullum krafti. En kl. 12 náði kvöldið hámarki sínu. Allt í einu byrjuðu að hvæsa flugeldar, alltaf fleiri og fleiri, unz loftið var bað- að allavega litum. En niðri á jörðinni fyrir framan sviðið voru alls konar blys sem snerust í hringi, þutu upp og niður og gerðu allar hundakúnstir. Þar var orðið albjart í kringum torgið vegna flugeldanna og ennþá héldu liinar stóru byssur áfram að spúa flugeldum. Þetta var stórkostlegt. Flugeldunum sem skotið var á loft fór að fækka og eftir örstutta stund var allt orðið dimmt. Við létum okkur berast með straumn- um út úr garðinum. Við útganginn spil- aði hljómsveit fjöruga jassmúsík. Við kvöddum Tívólí og hlökkuðum mikið til að koma þar aftur. Á leiðinni heim að hótelinu vöktu tnesta athygli mína hinar risastóru ljósa- auglýsingar sem voru á hverri stórbygg- ingu þar í kring. Þar voru auglýsingar um skemmtistaði, nýjustu fréttir, sæl- gæti og andlitskrem svo eitthvað sé neínt. Allt þetta kom mér svo framandi Einar og Kollý ó flugvellinum í Osló. fyrir sjónir. Bílaumferðin var farin að minnka, en samt varð maður að passa sig á að fara ekki yfir götu á rauðu ljósi. Var það næstum búið að koma mér í koll, er bíll liafði nærri keyrt mig um. En á Ilótelið komumst við heilu og höldnu.Við flýttumokkur uppáherbergi og ég sofnaði um leið og ég skreið upp í rúmið, og gleymdi náttúrlega að halda dagbók fyrir þennan dag. Næsta dag, sunnudag, vöknuðum við snemma og vorum komin til morgun- verðar fyrir kl. 9. Eftir morgunverðinn VORIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.