Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 13
um að skoða bara garðinn núna, en
koma svo aftur og reyna skemmtitækin.
Stönzuðum þó við nokkur skotkeppnis-
hús. f einu þeirra fékk Sveinn viður-
kenninguna góð skytta. Ef einnig hefði
verið gefið „léleg skytta“ býst ég við,
að ég hefði fengið það. Við fengum
okkur gosdrykki upp í Kínverska turn-
inurn. Síðan var aftur farið út. Kollý og
ég fórum í nokkrar skotkeppnir í viðbót
og áður en við vissum af var klukkan
að verða 12. Við gengurn að aðaltorg-
inu, en þar er heljarstórt leiksvið, og á
því spilaði Tívólí-lúðrasveitin af fullum
krafti.
En kl. 12 náði kvöldið hámarki sínu.
Allt í einu byrjuðu að hvæsa flugeldar,
alltaf fleiri og fleiri, unz loftið var bað-
að allavega litum. En niðri á jörðinni
fyrir framan sviðið voru alls konar blys
sem snerust í hringi, þutu upp og niður
og gerðu allar hundakúnstir. Þar var
orðið albjart í kringum torgið vegna
flugeldanna og ennþá héldu liinar stóru
byssur áfram að spúa flugeldum. Þetta
var stórkostlegt. Flugeldunum sem skotið
var á loft fór að fækka og eftir örstutta
stund var allt orðið dimmt.
Við létum okkur berast með straumn-
um út úr garðinum. Við útganginn spil-
aði hljómsveit fjöruga jassmúsík. Við
kvöddum Tívólí og hlökkuðum mikið til
að koma þar aftur.
Á leiðinni heim að hótelinu vöktu
tnesta athygli mína hinar risastóru ljósa-
auglýsingar sem voru á hverri stórbygg-
ingu þar í kring. Þar voru auglýsingar
um skemmtistaði, nýjustu fréttir, sæl-
gæti og andlitskrem svo eitthvað sé
neínt. Allt þetta kom mér svo framandi
Einar og Kollý ó flugvellinum í Osló.
fyrir sjónir. Bílaumferðin var farin að
minnka, en samt varð maður að passa
sig á að fara ekki yfir götu á rauðu ljósi.
Var það næstum búið að koma mér í
koll, er bíll liafði nærri keyrt mig um.
En á Ilótelið komumst við heilu og
höldnu.Við flýttumokkur uppáherbergi
og ég sofnaði um leið og ég skreið upp
í rúmið, og gleymdi náttúrlega að halda
dagbók fyrir þennan dag.
Næsta dag, sunnudag, vöknuðum við
snemma og vorum komin til morgun-
verðar fyrir kl. 9. Eftir morgunverðinn
VORIÐ 9