Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 22

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 22
FUGLAMORÐINGINN EFTIR EMIL HERJE Jens og ívar sitja uppi á Máshólma, en pramminn þeirra liggur niðri í fjör- unni. Þeir hafa dregið hann upp á land, svo að hann berist ekki út með flóðinu. Máshólminn er fegursti staður, sem drengirnir þekkja, en nú hefur ógæfan dunið yfir. „Ef þið getið aðeins veitt fuglamorð- ingjann, þá -------“ hafði Vigfús sagt. Hann átti Máshólmann, æðarfuglinn, endurnar, mávana og teisturnar, en nú var þetta allt horfið og fuglamorðinginn einn eftir. Hreiðrin voru tóm, og fjaðrir, hamir og bein lágu um allan hólmann. „Ef þið gætuð nú veitt hann!“ Jens tekur úr vasa sínum dagblað og sýnir ívari. „Vigfús hefur hugsað til jólanna, þegar hann sagði þetta. Sjáðu! Það vilj- um við fá fyrir fuglamorðingjann.“ Þeir hafa báðir hugsað mikið um þetta en Jens þó mest, því að hann er orðinn tólf ára, en ívar aðeins ellefu. „Eg hef hugsað svo mikið, að ég hef fengið höfuðverk,11 segir hann. Hann situr með olnbogana á hnjánum og höf- uðið milli handanna. „Uss.“ Hann starir á steinurðina milli þeirra og prammans. Ivar hlustar og starir líka, horfir á Jens og hlustar aftur. Nei, hann heyrir ekki neitt. „Ég heyri ekki neitt.“ „Við leikum á hann. Nú er hann undir steininum. Komdu og hjálpaðu mér, við lokum holunum.“ Jens skríður á fjórum fótum niður að urðinni og ívar fylgir honum. Loks ætla þeir að handsama f uglamorðingj ann! I urðinni eru tveir stórir steinar og nokkrir minni. Hún heitir Teisturð, og hún heitir það vegna þess, að teisturnar hafa grafið holur undir stóru steinana. Þar eru hreiðrin þeirra. Það þurfti að fylla fjórar holur, og svo var einn inn- gangur og annar útgangur við hvorn stein. „Finndu tvo steina í holurnar,“ hvísl- aði Jens og velur sér sjálfur aðra tvo. ívar lítur eftir steinum þeim, sem Jens hefur, svo að hans séu líka hæfilega stórir. Þeir skríða eins og álar og troða upp í allar holurnar. Svo fara þeir aftur upp í brekkuna. „Nú náum við honum,“ segir Jens. „Já, nú sleppur liann ekki,“ segir ívar einnig. „Nú skalt þú ganga niður að pramm- anum og sækja kvartelið, pokana og 18 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.