Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 26
PRINSESSAN, SEM ELSKAÐI VATNIÐ
ÆVINTÝRALEIKUR í TVEIMUR ÞÁTTUM
PERSÓNUR:
Sólbjört prinsessa
Stjörnuvina, prinsessa.
Mánablíða, prinsessa.
Kóngurinn.
Ásta, kona skógarvarðarins.
Gunnóljur, sonur hennar.
Þerna.
FYRSTI ÞÁTTUR.
(Leiksviðið er autt herbergi í liöll-
inni. Sólbjört og Stjörnuvina sitja hvor
með sinn spegil, lagfæra á sér hárið og
púðra sig.
MÁNABLÍÐA (Gengur fram og aftur):
Ó, ég er svo glöð yfir því, að pabbi
kemur heim í dag. Eg hef saknað hans
svo mikið.
SÓLBJÖRT: Já, hann hefur verið svo
lengi í burtu í fjarlægum löndum. Og
nú hefur hann eflaust með sér fallegar
gjafir handa okkur.
STJÖRNUVINA: Ég hlakka svo til þeg-
ar pabbi kemur heim, því að hann er
vanur að koma með dýrmæta og fal-
lega hluti handa okkur.
MÁNABLÍÐ: En hugsaðu þér, ef pabhi
hefur gleymt að kaupa gjafir handa
okkur. Munduð þið ekki samt gleðjast
yfir komu hans?
SÓLBJÖRT: Uss, hvaða vitleysa er í
þér. Pabbi gleymir ekki að kaupa eitt-
hvað handa okkur.
STJÖRNUVINA: Nei, því að þá væri
það ekki eins skemmtilegt, að hann
kemur.
MÁNABLÍÐA: En þó ég fái ekkert,
verð ég þó reglulega glöð, því að mér
þykir svo vænt um pabba.
(Það er drepið á dyrnar og konungur-
inn kemur inn. Hann er í rauðri yfir-
höfn með hvítum köntum, verðlauna-
krossa á brjóstinu, gullkórónu á höfði,
brúnt tjúguskegg og barta. Eftir honum
kemur þerna með böggla og skrín. Prins-
essurnar þyrpast utan um hann og hann
heilsar þeim vingjarnlega og klappar
þeim á kinnarnar. Hann setzt á stól í
miðju herberginu.)
KÓNGURINN (glaðlega): Jæja, kæru
dæturnar mínar. Eigum við að fara í
leikinn sem við höfum notað áður,
eða eruð þið orðnar of gamlar til
þess?
ALLAR ÞRJÁR: Nei, nei, pabbi. Við
22 VORIÐ