Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 37
DÓMUR HINNA HEILÖGU IBISFUGLA
í fátæklegum kofa á Nílarbökkum bjó
kona ein ásamt syni sínum Elim, en hún
var ekkja.
Þau voru vel séð af öllum nágrönnum
sínum því að þau voru bæði heiðvirð og
góð. Á hverjum degi gekk móðir Elims
um meðal nágrannanna og þvoði fyrir
þá, og þegar hún kom heim á kvöldin
þreytt og svöng, hafði Elim tekið til í
litla kofanum þeirra, svo að þar var allt
sópað og hreint.
— Þú ert góður sonur, Elim, — sagði
móðir hans og strauk svarta hárið hans.
„Bíddu bara þangað til ég verð stór,“
sagði Elim með tindrandi augum. „Þá
skal ég safna mér svo miklum pening-
um, að ég geti gefið þér rauðan kjól
eins og nágrannakonan á.“
Þá brosti ekkjan, og á meðan þau
borðuðu matinn sinn hugaði Elim jafn-
framt að öllum dýrunum, sem hann
hafði safnað að sér. Elim mátti ekki til
þess hugsa, að nokkru dýri liði illa.
Hann reyndi þá alltaf að hjálpa þeim
eftir mætti og stundum hafði hann mörg
dýr í einu inni í kofanum hjá sér, sem
hann var að reyna að lækna, eða hjálpa
á annan hátt.
Hann gætti þeirra vel og talaði við
þau og dýrin hændust svo að honum,
að þau vildu ekki fara, þótt þau væru
orðin heilbrigð.
Dag einn, þegar ekkjan kom heim, sá
hún, að Elim var að gefa tveimur ungum
ibisfuglum að borða.
„En — Elim. — Hvaðan hefur þú
fengið þessa fugla?“ spurði hún undr-
andi, því að í Egyptalandi eru ibisfugl-
ár taldir heilagir, óg það var talið heilla-
merki að hafa þá í húsum sínum.
„Þeir hafa hlotið að fljúga á eitt-
hvað,“ svaraði Elim. „Ég fann þá báða
hérna niður við ána. Vængirnir höfðu
farið úr liði. En ég held, að ég sé búinn
að koma því í lag.“
Það reyndist rétt, því að eftir liálfan
mánuð voru fuglarnir orðnir heilbrigðir,
en nú voru þeir orðnir svo spakir að
þeir eltu Elim, hvert, sem hann fór.
En dag einn, þegar hann hafði tekið
þá með sér niður að ánni, hófu þeir sig
til flugs og svifu hátt í loft upp.
Elim horfði á eftir þeim ánægður. Það
gladdi hann, að þeir gátu nú aftur flogið,
en þá kom honum það í hug, að þeir
myndu ekki koma aftur og það hryggði
hann nokkuð.
Hann kallaði á þá með nöfnum, sem
hann hafði gefið þeim á meðan þeir voru
sjúkir og þeir komu aftur niður til hans,
en brátt flugu þeir af stað og nú flugu
þeir langt, langt burtu — alla leið suður
til píramídanna miklu.
Þá skildist Elim, að þeir myndu aldrei
koma aftur og hann gekk einn heim.
Þetta sama kvöld skýrði móðir hans
VORIÐ 33