Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 33
aldingarður rammlega girtur með háum
múr á allar hliðar. Garðshliðsins gættu
12 vopnaðir hermenn. Máttu þeir engum
hleypa þar inn eða út nema kóngi og
dóttur hans, ásamt föruneyti þeirra.
Innan við garðshliðið óx eik ein mikil.
Bar hún af öllum trjám í garðinum
sakir vaxtar og fegurðar.
Svo bar við á einu góðviðriskvöldi,
þegar allir voru komnir til náða og girð-
ingunni lokað, að kóngsdóttur er varnað
svefns. Hún reis því upp og vakti þá af
meyjum sínum, sem hún unni mest og
trúði bezt, og bað hana að ganga með sér
úti í næturkyrrðinni. Gengu þær svo út
og reikuðu um stund um garðinn unz
þær settust undir eikina miklu. Heyrðu
þær þá barnsgrát í grennd við sig.
Spruttu bær skjótt upp og leituðu allt í
kring, en fundu ekkert. Urðu þær þess
loks vísari, að gráturinn kom ofan úr
greinum trésins. Skemmumevjan gaf það
ráð að gera aðvart varðmönnunum og
hiðja há að biarga barni þessu.
— Eigi vil ég það, segir kóngsdóttir.
— Því enginn hefur getað komið þangað
harninu, án minnar vitundar, annar en
faðir minn, og mun það vera ætlun hans
að fvrirfara því. Væri það því engin
hjörg barninu. að því yrði svo náð úr
trénu, að hann verði þess vísari, því að
hann mun þá sjá annað ráð til að granda
því.' Verðum við því einar að vinna að
því að ná því niður.
Sóttu þær svo eftir ráði kongsdóttur,
þann lengsta stiga skemmunnar, sem þær
máttu valda, og reistu hann upp við trjá-
stofninn. Gekk kóngsdóttir svo upp stig-
ann, en er hann þraut, náði hún svo
góðri handfestu á hinum neðstu greinum
trésins, að hún gat klifrað áfram grein
af grein unz hún náði krónu þess. Þar
fann hún sveinbarn, er hún hugði vera
átta vetra, rammlega fjötrað, svo það
mátti hvorki hræra legg né lið. Var ber-
sýnilega svo til ætlazt, að drengurinn án
nokkurrar varnar, yrði ránfuglum að
bráð. Kóngsdóttir leysti hann í skyndi og
lét hann til jarðar síga í voð, sem hún
hafði meðsérhaft, en skemmumeyjan tók
á móti er niður kom. Kleif kóngsdóttir
svo niður sömu leið og hún hafði upp
stigið og komst vandaræðalaust til jarð-
ar. Að svo búnu fella þær stigann og
flytja á þann stað, sem þær höfðu tekið
hann, svo að engin verksummerki skyldu
sjást morguninn eftir, en sveininn bera
þær í afskekkt herbergi á efsta lofti
skemmunnar og veita honum þá þjón-
ustu, sem honum bezt hentaði. Hugsar
nú kóngsdóttir sitt ráð, hvernig með
skuli fara, svo að kóngurinn faðir henn-
ar fái engan grun um björgun sveinsins.
En er hún hafði það með sér fest, segir
hún skemmumeyjunni alla sína ráða-
gerð, leggur ríkt á við hana að vera sér
nú trúa, en hótar að reka hana frá sér
með háðung, ef nokkuð yrði uppvíst af
hennar völdum. Skemmumeyjan, sem
unni mjög húsmóður sinni, lofaði öllu
fögru og efndi það vel.
(Framhald).
VORIÐ 29