Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 5

Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 5
VORIÐ TÍMARIT FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Kemur út í 4 heftum á ári, minnst 48 blaðsíður hvert hefti. — Argangurinn kostar kr. 45.00 og greiðist fyrir 1. maí. —■ Utsölumenn fá 20% inn- heimtulaun. •—- Utgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri, Hrafnagilsstræti 12, Akureyri, og Eirikur Sigurðsson, skólastjóri, Hvannavöllum 8, Akureyri. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. 29. ÁRGANGUR. JANÚAR—MARZ 1. HEFTI BJARTAR NÆTUR FRAMHALDSSAGA EFTIR FRÍMANN JÓNASSON Trúlegt þætti mér, að mörg ykkar, sem nú eruð að vaxa upp, áttið ykkur varla á því, livað felst i orðunum: Að vaka yjir vellinum. Og það er ekki von, því sá siður er nú að mestu niður lagður. Munu margir telja að því litla eftirsjá, sa siður beri vott um gamaldags bún- aðarháttu og samræmist ekki nútíman- uni. Eílaust er það rétt. En ég er nú svo Servitur, að ég tel mér það happ að hafa vakað yfir vellinum í hernsku. Ég á fátt 1 eigu minni, sem mér þykir vænna um en minningarnar frá þeim vökunóttum. Eg léti þær ekki falar, þó að mér væri boðinn splunkunýr bíll í staðinn. Veit eg þó vel, að gaman væri að eiga góðan híl 0g ge[a ferðast í honum hvert sém niann lystir. En hvað um það. Þótt eng- lnn sé bíllinn, ætla ég samt að bjóða ykkur í ferðalag með mér, og það í miklu hraðskreiðara farartæki. Ég ætla að skreppa í huganum mörg, mörg ár aftur í tímann og bjóða ykkur far, ef þið nennið í ferðina. 1. Fyrsta nóttin. Ég var 10 ára snáði og átti heima á Hjallastöðum í Skagafirði. Sá bær er austan Héraðsvatna. Sneru bæjarþil til vesturs, fram að Eylendinu, sem Vöntin liðast um á leið sinni til sjávar. Að bæjarbaki er hátt fjall. giljum skorið, með mörgum hjöllum og stöll- um, víða grónum og grasi vöxnum, en efst eru berar skriður og eggjar. Túnið á Hjaltastöðum var ógirt, eins og víðast hvar í þá daga og sóttu skepn- ur mj ög í það, þegar kom fram á vorið. VORIÐ 1

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.