Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 9

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 9
Mér varð starsýnt á alla þessa dýrð. Um þetta leyti nætur hafði ég alltaf steinsofið og enga hugmynd haft um öll þau undur og stórmerki, sem gerast á fögrum sumarnóttum. Eg dokaði við stundarkorn með tóm- an pokann undir hendinni og virti fyrir ^nér, hvernig sólskinið lagði undir sig sveitina. 011 vesturfjöllin, utan frá Tindastóli og fram um Mælifellshnjúk, glóðu í sól. Ennþá stóð bærinn og um- hverfi hans í skugga, en sólarflóðið nálgaðist örugglega og flæddi óðfluga aUstur Hólminn, yfir mýrar og móa, vötn og velli. Fyrr en varði var það komið upp í vallarfótinn þar sem hof- sóleyjan óx í stórri breiðu, og nokkr- um andartökum seinna kom rönd af sól- lrini upp fyrir fjallseggina og sendi Slndrandi logateina beint í augun á mér. En hve allt varð nú unaðslegt og hlýtt. Fuglasöngurinn varð sterkari og margraddaðri, einstöku fluga tók að suða og kaupmannsfiðrildið kom á kreik. Jafnvel döggin á grasinu, sem hafði verið svo köld og ömurleg og bleytt mig í fæturna um nóttina, breytt- ist á svipstundu í perlur, grænar, rauð- ar, gular og bláar, sem tindruðu og glóðu í þúsunda- og milljónatali. Slóð- irnar mínar voru eins og grófir og illa gerðir saumar á þessum yndislega perlu- dúk. Krummi heyrðist krunka einhvers staðar uppi í Asi; var sennilega að svip- ast um eftir dauðu eða vanburða lambi handa hyski sínu, sem átti heirna í klettaskúta suður í Hvammsgili. Krummi karlinn var árrisulli en mannfólkið. Hjá því var ennþá langt eftir af nóttunni. Já, aumingja fólkið inni í baðstofunni, sem svaf og púaði og hraut. Nú öfund- aði ég það ekki lengur. Um fjögurleytið fórum við Móri að VORIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.