Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 35

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 35
ÍSLENZKA STÚLKAN: Þá erum við vinir. ESKIMÓATELPAN: Já. (Hún sezt á gólfið). (Það er barið að dyrum og inn koma Kínverjar, faðir, móðir og sonur.) ÍSLENZKA STÚLKAN: Góðan dag, góðan dag. Velkomin til íslands. KÍNAPABBI: Þakka. Svona heilsum við heima hjá mér. (Beygir sig niður að gólfi.) Og ég átti að bera kveðju frá öllum heima. Hér búurn við — í Asíu. ÍSLENZKA STÚLKAN: Og á hverju lifið þið þar? KÍNAPABBI: Við höfum stóra, góða hrísgrjónaakra. Við borðum mest hrísgrjón. ÍSLENZKA STÚLKAN: Og þið borðið svo fallega, að þið notið aðeins tvo pinna til að borða með. KÍNAPABBI: Það væri gaman að fá að handleika gaffal, liníf og skeið. ÍSLENZKA STÚLKAN: Það getur þú fengið hjá mér. Mér er ljúft að vera vinur þinn. KÍNAPABBI: Ágætt. (Þau takast í hendur.) (ÞaS er drepið á dyr og inn kemur lítil stúlka frá Suðurhafseyjum.) HAVAÍTELPAN: Góðan dag. ÍSLENZKA STÚLKAN: Góðan dag. Velkoinin til íslands. HAVAÍTELPAN: Þakka. (Hneigir sig djúpt og fallega.) Eg átti að heilsa frá öllum heima. Hér bý ég. (Bendir á Suðurhafseyjar.) ÍSLENZKA STÚLKAN: Hvernig er að vera þar? HAVAÍTELPAN: Við leikum okkur, syngjum og dönsum. (Dansar og fer nokkra hringi). ViS syndum í sjónum og líður ágætlega. En það hlýtur líka að vera gaman að koma út í snjóinn með þér. ÍSLENZKA STÚLKAN: Þá skal ég lána þér hlýju skíðafötin mín. HAVAÍSTÚLKAN: Þakka. Eigum við að vera vinir? ÍSLENZKA STÚLKAN: Já. (Þær tak- ast í hendur.) (Þá er enn barið að dyrum og inn kemur amerísk stúlka.) AMERÍSKA STÚLKAN: GóSan dag. ÍSLENZKA STÚLKAN: GóSan dag. Velkomin til íslands. AMERÍSKA STÚLKAN: Þakka. Ég átti að heilsa frá öllum heima. Hér bý ég — í Bandaríkjunum. Þar er gott að vera. Sumir búa í húsum, sem eru nærri því hundrað hæðir. Sumir búa í kofum á hinum víðlendu sléttum. Sum börnin eru svört, sum gul, rauð- leit eða hvít. Afi minn kom frá íslandi til Ameríku, þegar liann var lítill drengur. ÍSLENZKA STÚLKAN: Þarna hlýtur að vera gaman að vera. AMERÍSKA STÚLKAN: Eigum við að vera vinir? ÍSLENZKA STÚLKAN: Já, ég er fús til að vera vinur þinn. (Þær takast í hendur.) (Nú kemur inn það sem eftir er af bekknum. Börnin eru klædd í alls kon- ar húninga. — En svo kemur föl, ræf- ilsleg telpa inn. ÞaS er harn frá þeim hluta Asíu, sem verður að þola hungur.) ALLIR: Hver ert þú, auminginn? VORIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.