Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 11

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 11
dag. Geiri hafði verið miklu iiærri en þeir félagar, og hafði kennarinn sérstak- lega hælt Iionum bæði fyrir dugnað við námið og svo góða framkomu, en hann hafði fengið 10 bæði í hegöun og reglu- semi. Þeirn hafði sárnað, að þetta dauð- yfli hafði fengið hærr.i einkunn en þeir. Skárra var það nú gáfnaljósið! Skárri var það nú engillinn! En fyrirætlun drengjanna var í stuttu máli þessi: Þeir ætluðu að fela sig í skólakjallaranum, en þar bjó enginn, og var því hægur vandi að dyljast þar. Þeir vissu, að Geiri fór alltaf út um kjallaradyrnar, þegar hann fór heim. En til þess, að þeir þekktust ekki, en það mátti með engu móti koma fyrir, þá bjuggu þeir sér til grímur og fóru í önnur föt, vinnuföt, og voru meira að segja í þeim ranghverfum. Þegar Geiri kæmi niður kjallarastigann, ætluðu þeir að skipta með sér verkum. Pétur átti að ráðast aftan að honum og reyna að fella hann. Halli átti þá að grípa um fætur hans, en Sigurður átti að hjálpa til, ef hann reyndist þeim óþjáll. Síðan ætluðu þeir að bera hann út og fleygja honum fram af brekkunni, en neðan við hana var djúpur skafl, svo að engin hætta var á að Geiri meiddi sig. Nú var stundin komin. Þeir félagar höfðu komið sér fyrir í felustað sínum. Þar var ofurlítil skíma, sem lagði niður um stigagatið. Þeir höfðu sett upp grím- urnar, sem þeir höfðu búið til. Þeir höfðu haft að fyrirmynd grímur, sem þeir höfðu séð ræningja með á kvik- mynd. Þeir hvísluðust á, en það var raunar óþarfi, því að enginn var nálæg- ur. Geiri og mamma hans voru einhvers- staðar við v.innu sína uppi á hæðinni fyrir ofan, og um aðra var ekki að gera. Geiri hafði enga minnstu hugmynd um þessa fyrirsát, sem ekki var von, því að hann vissi ekki, að hann ætti neina óvini. Nú heyrðu þeir félagar fótatak upp, en það fjarlægðist aftur og síðan líður langur tími, að því er þeim fannst og voru þeir félagar orðnir óþolinmóðir. Gat það verið, að Geiri væri kominn heim? Nei, liann hlaut að vera hér. Þetta skyldi ekki mistakast. Þeir lieyrðu nú, að hurð féll að stöfum uppi, og síð- an fótatak, sem kom að stigaganginum. Síðan var gengiö hægt niður stigann. Nú var Geiri að koma. Þetta hlaut að vera hann. Þeir félagar héldu niðri í sér andanum og hver taug var spennt. Nú var stundin komin. Þegar Geiri kom niður hélt liann á skólatöskunni sinni og var auöséö, að nú var hann á heimleið. Þeir félagar réðust nú á hann samkvæmt áætlun, og hann féll á gólfið. Pétur tók undir herð- ar hans en Halli undir fæturna. Þetta kom svo flatt upp á Geira, að hann veitti enga mótspyrnu og kom engum vörnum við. Þeir báru hann síöan út og köstuðu honum fram af brekkubrúninni austan við skólann og hlupu svo burt, en hirtu ekki að sjá, hvernig honum hefði farn- ast í þessari byltu. Þegar þeir komu í skólann næsta morgun, voru þeir ekki upplitsdjarfir. Hugsazt gat, að það hefði með ein- hverjum hætti komizt upp um þá, svo að það bar lítið á þeim í skólanum þennan dag. Þeim hafði leikið forvitni VORIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.