Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 47

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 47
til Haínaríjarðar. Á leiðinni þanga$ er farið í gegnum Kópavog. Bílaumferðin var mikil. Eg naut þess að horfa út um bílgluggana og virða fyrir mér það, sem fyrir augu bar. Þegar við komum aftur heim að Bakkagerði 15, var ég ekki svipað því búin úr gos- drykkjaflöskunni, sem félagar mínir gáfu mér, þegar lagt var af stað. Svona var áhuginn fyrir hinu fjölbreytta umhverfi, að jafnvel matarlystin lét lítið á sér bæra, þá stundina. Um nóttina dreymdi mig um dásamlega bílferð, aftur á bak og áfram um Reykjavík og nágrenni hennar. Fjórtándi júlí heilsaði með góðu veðri. Fram að hádegi dvaldi ég hjá móður Gógóar, því á daginn vann hún á skrifstofu hjá Loftleiðum, til kl. 5 e. h., fimm daga vikunnar. Eftir hádegi, þenn- an dag, fór ég í heimsókn til Kristínar Pálsdóttur, móðursystur minnar. Dvaldi ég hjá henni til kl. hálf-átta um kvöldið. Um daginn fórum við í búðir. Fór ég þá til Gógóar, sem þá var komin heim. Kl. hálf-níu fór ég í heimsókn til Finn- björns Þorvaldssonar íþróttamanns, sem eitt sinn var Norðurlandameistari í spretthlaupi. Þar átti ég mjög ánægju- legt kvöld. 15. júlí var enn gott veður. Þá fór ég í heimsókn til Svövu frænku minnar, Lynghaga 24, en við erum systkina- dætur. Þar dvaldi ég til kvölds og var sá tími óvenju fljótur að líða. Þaðan fór ég svo til Gógóar og ók Svava þang- að, á eigin bíl. Þetta kvöld rigndi alveg óskaplega svo það runnu lækir eftir göt- unum. Hef ég varla kynnzt öðru eins Nóaflóði. Næsta dag var svipað veður. Eftir bá- degið fór ég aftur í heimsókn til Kristín- ar frænku minnar, sem áður er getið. Við fórum í búðir og vorum saman til kvölds. Þá fór ég á Tónabíó, með Gógó og Oðni og sá stórmyndina Flóttinn mikli. Hún var mjög áhrifarík og mað- ur sat stífur í sætinu — hálfan tímann ■— af ótta og spenningi yfir því hvað verða vildi. Um miðnættið ókum við heim og var þá farið að skyggja. Þá sá ég borg- ina Ijósum prýdda og allar götur upp- lýstar. Margir búðargluggarnir voru í meira lagi eftirtektarverðir og sömu- leiðis ljósaauglýsingar hér og þar. Þetta var allt mjög draumkennt og sá ég það bezt, er ég lokaði augunum um kvöldið. Morguninn 17. júlí var veður óbreytt. Þann dag fór ég á Þjóðminjasafnið. Þar sá ég margt og mikið. Eitt af því var vaxmyndasafnið, sem vakti mest undrun mína. Þar eru líkun af mörgum merkum mönnum — innlendum og erlendum. Þar á meðal af Önnu Borg, leikkonu, Davíð skáldi frá Fagraskógi og ýmsum fleir- um. Við fyrstu sýn fannst mér þarna full herbergi af bráðlifandi fólki, sem starði á mig, svo mér leizt ekki á blikuna. Þó var ég ekki ein, því með mér var Gísli, bróðir Gógóar, 12 ára gamall. Ég gaf þessum mönnum samt hornauga, feim- in, orðlaus og furðu lostin, nokkra stund, þar til ég hafði áttað mig á þess- um meistaralega útbúnu mannslíkönum, sem fyrst koma í hugann, þegar ég nú minnist Þjóðminjasafnsins. Við komum þar í marga sali, sem höfðu að geyma furðuleg mannaverk í hinum ólíkustu VORIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.