Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 37

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 37
ast áfram, reykir hvorki né drekkur áfengi. PALLI: Þið megið trúa því, að bróðir minn reykir hvorki né drekkur. Hann bragðar ekki áfengi og kveikir sér aldrei í sígarettu. Ef maður ætlar sér að verða íþróttamaður, verður að taka það alvarlega, segir hann. SVEINN: Sama er að segja um pabba. Hann bragðar aldrei áfengi af því að hann ekur bíl. Ef einhver býður hon- um í staupinu, hlær hann bara og spyr hvort þeim hinum sama myndi þykja vænt um að sjá hann í vegarskurðin- um. ÍVAR: Það getur nú varla verið mikil hætta, ef drukkið er í hófi. SVEINN: Úti á þjóðvegunum getur það oltið á einum hundraðasta úr sekúndu. Ef nokkur minnsti snefill af áfengi er í heilanum, vinna taugarnar ekki sitt verk. Maður er líka seinni að hugsa, og svo veit maður ekki fyrri til en orðið hefur slys. J’ALLI: Þetta er deginum ljósara. Þannig er það einnig með íþrótta- manninn. Ef taugarnar eru ekki í lagi, gelur farið svo að skipanir frá heil- anum, sem áttu að fara til handleggj- anna fari til fótleggjanna. Ef þetta er nú t. d. hlaupari, sem er að leggja af stað, sjá allir hvernig fer. ÍVAR: Eigið þið þá við, að það sé reyk- ingunum að kenna, að ég náði ekki prófinu? OLAFUR: Ég get nú ekki sannað það, en líttu á okkur. V.ið reykjum ekki, en höfum allir náð prófinu á mettíma. En heyrið þið, drengir. Hvernig er það með björgunarsundið? PALLI: Við Sveinn tökum það á morg- un. Sjáðu nú hvernig við gerum önd- unaræfingar á þurru landi. ÓLAFUR: Byrjið! (Drengirnir sýna björgunarsund). ÍVAR: Sjáið, drengir. Hvað er að Áka? (Bengt og Evert koma inn og leiða Áka á milli sín. BENGT: Er hér nokkur, sem kann að binda um sár þessarar særðu hetju? ÍVAR: Ég lærði í skólanum að binda um sár. Ég skal reyna. Bíðið andar- tak, ég skal reyna. Bíðið andartak, ég skal sækja bindi. (Hleypur út af svið- inu). ÓLAFUR: Þetta er Jjótt að sjá. Hvernig fórstu að meiða þig svona? ÁKI: Þegar ég stölck út í vatnið, kom ég niður á brotna flösku. OLAFUR: Það er skammarlegt að fleygja brotnum flöskum í vatnið. UMSJÓNARMAÐURINN (kallar að ut- an): Getur þú bundið um sár.ið? Ann- ars skal ég koma. ÍVAR (líka utan við leiksviðið): Já, það gengur ágætlega. (Kemur inn og lekur til starfa. Gerir sárið hreint og bindur um það. Það má láta hann um leið gera grein fyrir, hvað hann gerir). Ég legg nú bindi um sárið. Seinna er v.issara að láta lækni skoða það. Það geta sem sé leynst glerbrot inni í því, þótt ég sjái þau ekki. SVEINN: Ég liefði gaman af að vita, livaða sóði hefur kastað flöskunni í vatnið. BENGT: Það er furðulegt, að til skuli vera menn, sem eru svo heimskir að fleygja flöskum svo hirðuleysislega frá sér. VORIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.