Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 40

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 40
HEIÐARLEIKI VARIR LENGST EFTIR HELGI HAKADAL Það voru liðnar margar vikur. Kári vissi ekki hve margar, síðan hann hafði séð líkanið af flugvélinni í leikfanga- búðinni. HvaS eftir annaS hafSi hann numiS staðar við búSargluggann og horft á þennan dásamlega grip. Flug- vélin var gljáandi, silfurlituS og var meS fjórum hreyflum. BáSu megin var röð af gluggum og í gegnum gluggana gat hann séð farþegana í sætum sínum. Einmitt svona flugvél hafSi hann lang- að til að eiga síðan hann hafði í fyrsta sinn séð þetta skip himinsins. — 20 krónur — stóð á miða, sem festur var við flugvélina. Kári hafði aldrei eign^st svo mikla peninga og fannst þetta því há upphæS. En þessa flugvél skyldi hann eignast, hvað sem það kostaði, þess vegna sparaði hann nú hvern eyri, sem hann komst yfir. Þegar hann var búinn að læra í bók- unum sínum á daginn hljóp hann til kaupmannsins niður á horninu og spurði, hvort hann gæti ekki farið sendi- ferð fyr.ir hann. Hann fékk venjulega að snúast eitthvað fyrir hann. ÞaS voru engar stórar upphæðir, sem hann vann sér inn með þessu móti. En einn og einn tuttugu og fimmeyringur slæddist þó með stöku sinnum, og Kári gekk vand- lega frá þeim. Hann gerði líka handarvik fyrir marga aðra. SíSdegis alla laugardaga sópaði hann stéttina fyr.ir nágrannana, eða hjálpaði þeim á annan hátt. Jafnt og þétt fjölgaði aurunum, sem hann geymdi í vindlakassa. Hann taldi pen- ingana á hverjum degi og honum þótti árangurinn vera eftir vonum, en samt gekk þetta hræðilega seint. Hann myndi eiga það á hættu að flugvélin seldist ein- hvern daginn, rétt fyrir framan nefið á honum. Eitt laugardagskvöld taldi liann pen- ingana rækilega, og þá komst hann að því, að hann átti tíu krónur í silfur- og eirpeningum. Hann hafði aldrei áður átt svo mikla peninga. Hann var því óvenjulega hreykinn er hann gekk til föður síns og bað hann að skipta fyrir sig og láta sig hafa tíu króna seðil fyrir. „Ég er að spara til aS geta keypt flug- véíina, sem er í glugga leikfangabúðar- innar,“ sagði hann við föður sinn. „Ef ég verð eins duglegur hér eftir sem hing- að til, geta ekki liðið margar vikur þangað til ég hef safnað þeirri upphæð, sem til þess þarf að kaupa hana.“ Föðurhans fannst þetta ágæthugmynd hjá Kára og hann klappaði á herðar hans. „Þú ert vænn piltur, drengur minn. Eg vona, að þú verðir það alltaf.“ Kári lagði hinn fallega tíukrónuseðil sinn í kassann, en fyrst setti hann ofur- lítinn blýantskross á hann. Þá gat hann 36 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.