Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 21

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 21
1 göngum og brátt stanzaði hún og við fórum út. Síðdegis fórum við í dýragarðinn og þar var mjög gaman að koma. Fyrstu dýrin sem við sáum voru apar. Á einum stað var fólk saman komið og þar átti að fara fram innan lítillar stundar sýn- ing á öpum v.ið drykkju tes. Ekki virt- ust aparnir kunna mikla mannasiði, og höfðum við mikla ánægju af að horfa á þá. Við gengum nú frá einu búrinu til annars og litum á dýrin. Hitinn var mik- ill og voru þau því löt og nenntu h'tið að hreyfa sig. Einn skógarbjörninn var nú svo góður að setjast á rassinn fyrir fram- an okkur, svo við náðum góðri mynd af honum í þeim stellingum. Tígrisdýrin óðu um í eirðarleysi enda kannski orðin hungruð, en ljónin lágu og sleiktu sól- skinið. Eftir götu í „garðinum“ var leiddur fílsungi og safnaðist fólk um- hverfis hann. Gaman var að gefa hon- um að borða, en ef maður rétti lionum pening tók hann peninginn og lagði hann í lófa mannsins, sem leiddi hann. Úr dýragarðinum var haldið til Vaxmynda- safns Madame Tussauds. Er inn kom varð ég undrandi af að sjá vaxmynd- irnar, sem voru hreint eins og lifandi verur, fyrir utan það að þær voru mál- lausar. T. d. sá ég á einum stað fjóra menn standa saman og fannst mér það vera lifandi menn, en er ég fór að gá betur að voru þetta vaxmyndir. Mest var ég hrifinn af að sjá Bítlana, boxar- ana Sonny Liston og Cassius Clay og þá Churchill. Niðri á neðstu hæð voru sýndir menn í fangelsum og þar sem Þctta var nú náungi með krafta í kögglum, enda „Judo" meistari Bretlands hér áður og fyrr. Hjálmar og Ingvar reyndu sig þarna á alskyns kraftatækjum, en kcyptu svo „boxhanzka".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.