Vorið - 01.03.1966, Síða 21

Vorið - 01.03.1966, Síða 21
1 göngum og brátt stanzaði hún og við fórum út. Síðdegis fórum við í dýragarðinn og þar var mjög gaman að koma. Fyrstu dýrin sem við sáum voru apar. Á einum stað var fólk saman komið og þar átti að fara fram innan lítillar stundar sýn- ing á öpum v.ið drykkju tes. Ekki virt- ust aparnir kunna mikla mannasiði, og höfðum við mikla ánægju af að horfa á þá. Við gengum nú frá einu búrinu til annars og litum á dýrin. Hitinn var mik- ill og voru þau því löt og nenntu h'tið að hreyfa sig. Einn skógarbjörninn var nú svo góður að setjast á rassinn fyrir fram- an okkur, svo við náðum góðri mynd af honum í þeim stellingum. Tígrisdýrin óðu um í eirðarleysi enda kannski orðin hungruð, en ljónin lágu og sleiktu sól- skinið. Eftir götu í „garðinum“ var leiddur fílsungi og safnaðist fólk um- hverfis hann. Gaman var að gefa hon- um að borða, en ef maður rétti lionum pening tók hann peninginn og lagði hann í lófa mannsins, sem leiddi hann. Úr dýragarðinum var haldið til Vaxmynda- safns Madame Tussauds. Er inn kom varð ég undrandi af að sjá vaxmynd- irnar, sem voru hreint eins og lifandi verur, fyrir utan það að þær voru mál- lausar. T. d. sá ég á einum stað fjóra menn standa saman og fannst mér það vera lifandi menn, en er ég fór að gá betur að voru þetta vaxmyndir. Mest var ég hrifinn af að sjá Bítlana, boxar- ana Sonny Liston og Cassius Clay og þá Churchill. Niðri á neðstu hæð voru sýndir menn í fangelsum og þar sem Þctta var nú náungi með krafta í kögglum, enda „Judo" meistari Bretlands hér áður og fyrr. Hjálmar og Ingvar reyndu sig þarna á alskyns kraftatækjum, en kcyptu svo „boxhanzka".

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.