Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 4

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 4
á Akureyri, þegar barna- og unglingaskólagöngu var lokið, en efnahagur' inn leyfði það ekki. Þó tókst henni að komast í Laugaskóla, en veiktist þai' seinni veturinn, svo að hún varð að fara í sjúkrahúsið á Akureyri og það- an í Kristneshæli. Síðar byrjaði hún á hjúkrunarnámi en varð einnig að hætta því vegna heilsuhrests. Síðar eignaðist hún mann, börn og heimili og ]»jó lengst í Reykjavík, en nokkur ár á Akureyri. Hún byrjaði snemma að fást við ritstörf, en fyrsta bókin hennar, ljóðabókin „Mánaskin“ kom þó ekki út fyrr en 1943. Síðan hafa komið eftir hana bækur í bundnu og óbundnu máli og er hún nú að vinna að tuttugustu hókinni. Þá hefur hún skrifað allmikið af ferðalýsinguni og erindum fyrir blöð og útvarp. Þegar börnin fóru að stálpast gat hún fyrst látið drauma sína rætast og svalað útþránni. Síðan hefur hún farið nokkrar ferðir til annarra landa- Þar á meðal sótti hún þing norrænna barnabókarhöfunda í Osló fyrir tveim árum ásamt Gunnari M. Magnúss rithöfundi. Einnig dvaldi hún hluta úr sumri á námskeiði í Askov. Filippía hefur oft hlotið rithöfundalaun. Það sem einkennir barnabækur Hugrúnar er siðgæðisleg og trúarleg alvaia- Hún leitast ætíð við í samljandi við söguefnið að vekja athygli á því, að heiðarleiki og trúmennska er öruggasti grundvöllur að byggja líf sitt á. Hér á eftir er jólasaga eftir Hugrúnu, sem hún hefur leyft Vorinu að birta. TOMMI GAMLI Það var orðið stutt til jóla, en börn- unum fannst að dagarnir ætluðu aldrei að líða. „Mamma, hvernig stendur á þvi að dagarnir rétt fyrir jólin, eru miklu lengur að líða en aðrir dagar?“ spurði Anna litla. „Mikill kjáni erlu,“ sagði Steini bróð- ir hennar, sem var ári eldri. „Þér finnst bara að þeir ætli aldrei að líða, af þvl að þú hlakkar svo mikið til jólanna. En mamma sagði: „Ollum börnum finnst tíminn svo lengi að líða, þegai' þau hlakka til einhvers. Svona var eg Anna mín, alveg eins og þú, þegar eg var lítil.“ „Er ekki langt síðan þú varst lítil? 146 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.