Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 46

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 46
ákaflega hægt og nam staðar öðru hvoru til að livíla sig, því að það verða gamlar konur alltaf að gera, svo að þær verði ekki þreyttar í fótunum sínum. Það var ekki eins skemmtilegt að koma hér og hjá Andersen, því að nú lokaði húsmóðirin dyrunum rétt við nefið á honum um leið og hún sagði: ,,Nei, takk, við viljum ekki fá lieimsókn af „jólahöfrum“. A næsta stað fékk hann að koma inn, og hann fékk þar líka poka með kö'kum. Þegar hann hafði heimsótt tíu hús af ýmsum tegundum, var netið hans orðið svo þungt, að hann taldi réttast að fara nú beina leið heim aflur. Lailu og Önnu hafði ekki gengið nærri því eins vel og Litlabróður. Því að hér um bil alls stað- ar, sem þær komu, var sagt við þær: „Nei, það voru „jólahafrar“ hérna rétt áðan. Það var til dæmis svo skemmtiieg, gömul kona. Þið verðið að fara eitt'hvað annað.“ „Geturðu gizkað á hver hún hefur verið þessi gamla kona?“ spurði Laila. Nei, það gat Anna ekki. „Nú förum við bara heim aftur og skemmtum okkur dálítið með Litlabróður. Sá verður víst hissa, þegar við komum. Þegar þær hugsuðu um heimkomuna og undrun Litlabróður, fóru þær að hlæja og gleymdu því alveg, að þessi för hafði alveg misheppnast. En þegar þær komu á stéttina hjá húsi Lailu, sáu þær litla mannveru, sem dró eitthvað þungt á eftir sér, og þeim til mikillar undrunar hvarf þessi vera inn í húsið, sem Laila bjó í. „Nei, þetta er nú nokkuð frekt,“ sagði Laila. „Þetta er sjálfsagt litla gamla kon- an, sem allir voru að tala um, og nú kemur hún heim til okkar. Komdu, Anna. Nú skulum við sjá hver hún er.“ Móðir Lailu opnaði hurðina. „Er nofckur „Jólahafur“ hér? spurði Laila. „Já,“ ansaði mamma. „Það er gömul kona og nú sé ég að það koma tveir í viðbót.“ „Ekki segja meira, mamma. Ég veit vel, að þú þekkir okkur, en nú erum við svo forvitnar að vita, hver hún er þessi gamla kona, sem er búin að spilla öllu fyrir okkur. Hún hefur verið alls staðar á undan okkur og nú hefur hún jafnvel komið á undan okkur hingað. Yarð Litlibróðir ekki hræddur við hana?“ „Nei, það held ég ekki,“ sagði mamma. „En hann er bara ekki hér. Hann hefur kannski falið sig að gamni sínu.“ „Þá er hann sjálfsagt hræddur,“ sagði Laila. „Vesalingurinn litli!“ „Komið þið þá inn,“ sagði mamma. „Við erum einmitt að drekka kaffið.“ Við kaffiborðið sátu pabbi og gamla konan. Hún sneri bakinu að dyrunum. „Þú ert líklega búinn að ganga langl i dag,“ sagði pabbi við gömlu konuna. „Já, það hef ég gert,“ sagði Litli- bróðir með titrandi rödd. „Hér koma tveir „Jólahafrar“. Viltu ekki sjá þá, gamla kona?“ sagði mamma. „Jú, það vil ég gjarnan, ég veit svei mér ekki, hvernig þeir líta út,“ sagði gamla konan. „Ert það þú, sem hefur gert Litla- bróður svo hræddan, að hann hefur falið sig og þorir ekki að koma inn?“ sagði Laila. 188 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.