Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 34

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 34
— Þú horfir á mig, segir hún. — Þú ert að hugsa um, hvernig ég viti þetta. — En ég veit allt. Eg talaði við lækninn og fólk úr Bjarnardal og vissi að þú sveifst milli heims og helju í marga daga. — Hvers vegna kom ég þá ekki til þín? Þú undraist yfir því. — Ég gat það ekki, Áki. Nei, ég gat ekki farið þangað, fyrst að hvorki Anna eða Lúðvík báðu mig að koma. Amma þegir andartak, en Áki veit, að hún á enn eitthvað ósagt. Hún er mjög alvarleg, og það hefur þau áhrif á hann, að hann svitnar á höndunum. Hann þorir ekki að hreyfa sig, því að hann bíður fullur eftirvæntingar að heyra meira: ■—- En það hefði ég þó átt að gera, heldur hún áfram. — Ég hefði átt að fara út í Stíflu og flytja þig í sjúkrahús, þá hefðir þú ekki verið eins og þú ert nú. — Læknirinn veit það. Hann hefur sagt, að það hafi verið slæmt, að þú komst ekki í sjúkrahús á réttum tíma. Já, það segir hann af fullri hreinskilni. — Ég vildi heldur ekki sjálfur fara þangað, svaraði Áki. — Þú, nei, en þú varzt aðeins lítið barn, segir amma. — En Anna og Lúð- vík áttu að vita betur. — Hún segir fleira. Hún talar lengi um heimilislífið í Stíflu og verður háværari og háværari. En Áki er ekki lengur sammála. Hinir hörðu dómar ömmu hans um Onnu frænku og Lúðvík frænda gera hann graman og reiðan. Hann fer allur að titra. Hann langar til að rísa upp og mót- mæla. Og a!llt í einu sér hann þau fyrir sér, þegar hann datt niður og meiddi sig. Hann hafði legið meðvitundarlaus í marga daga, og þegar hann kom til með- vitundar voru það þau, sem hann skynj- aði fyrst. Hún sat við rúmið hans, en hann dálítið lengra frá. Það var að nóttu til, því að þau áttu erfitt með að halda sér vakandi. — Er þetta virkilega þú, Áki, sagði hún. Þetta hljómaði eins og hann hefði verið í langri ferð, og nú var hún svo glöð yfir því að sjá hann aftur, að hún vissi ekki hvað hún sagði. -— Síðar heyrði hann, að þau hafi verið búin að gefa upp vonina urn, að hann lifði þetta af. Eftir það lá hann lengi, lengi með óskaplegan höfuðverk, og hann var enn- þá verri en fóturinn og handleggurinn. Hann man það ennþá svo skýrt, að hon- um finnst hann finna til i höfðinu enn. Og svo er Anna þar með sínar stóru hendur, hina stóru vinnulmefa, sem þrátt fyrir allt voru svo varkárir og mildir. Og hann heyrir hina góðu, hlýju rödd hennar. Alltaf var einhver við rúm lians. Eí Anna var þar ekki, þá var Lúðví'k þar. Og þegar höfuðverkurinn hvarf, þá stytti það límann fyrir honurn, þegar Lúðvík skýrði frá öllu sem gerðist við stífluna og í rafstöðinni í Bjarnardal. Hann man einnig eftir hinum alvar- lega lækni, sem vill að hann fari í sjúkra- hús langt í burtu. Jú, amma hefur rétt fyrir sér. — En það var bann sjálfur, sem vildi ekki fara. Hann grét og þrýsti sér upp að Önnu og Lúðvík og vildi ekki fara frá þeim. Og ]>au voru líka leið yfir að missa hann. 176 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.