Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 41

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 41
KUMMAR: ÆtliS þið að segja mér, að þið viljið ekki vera hér í höll- inni? GOPALA: Þú verður að skilja, að við erum á leið heim. ViS höfum verið á löngu ferðalagi, og nú erum við á leið til ættingja okkar. JJAJ KUMMAR: Og hvar búa þ essir ffittingjar? GOPALA: Þeir búa uppi i fjöllunum. Lað er langt þangað. RAJ KUMMAR (virðir þá háðslega fyrir sér): Jæja — svo að þið veljið að fara til ba'ka til þessara ættingja, sem eru lúsablesar í rifnum görmum í slað þess að búa hér í höll minni! VitiS þið, að hér eru smáhestar, sem þið megið ríða á, hvít kameldýr, vagn, sem er dreginn af fjórum arabiskum hestum — og bíl, sem var sérstaklega búinn til handa mér í Ameríku? GOPALA: Þú hlýtur að vera hamingju- samur að eiga þetta allt. En vinur minn — og Bimsa — biðjum um leyfi til að halda áfram okkar leiS — ef þú hefur ekkert á móti því. (Orói er meðal hirðfólksins.) HIRBMEYJA: Oj, bara. MAHARAMMIA: En sú frekja .... JJAJA: Þeir eru ekki með réttu ráði. HlRBMEYJA: HugsiS ykkur! Neita gestrisni hans hátignar. RAJ KUMMAR (þóttafullur): Mér má vera sama um þessa tvo skitnu betlara. Þeir mega fara, ef þeir vilja. En hjörninn kaupi ég. Hve mikið viljið þið hafa fyrir hann? GOPALA (leggur hendina á makka dýrs- ins): Nei, hann er ekki til sölu. RAJ KUMMAR (hrópar); Ég get tekið hann, ef ég vil. GOPALA (reiSur): Nei, þaS getur þú ekki! RAJ KUMMAR: Ég á allt í þessari höll! (Óróinn eykst. Hermenn koma nær). RAJ KUMMAR: Ég get látið kasta ykk- ur út úr bænum. En björninn læsi ég inni í búri. HvaS segið þið um það? DAVÍÐ (tekur eitt skref áfram) : HvaS? Þú kallar þig prins, en svo ertu ekki annað en ótíndur þjófur! RAJ KUMMAR (tapar sér, verður fok- reiður og stígur eitt skref áfram): Þorir þú að endurtaka þetta einu sinni lil? DAVÍÐ (ákveðinn): Ef þú tekur eitt- hvað án þess að eiga eignarrétt á því lögum samkvæmt, þá ertu þjófur. MAHARAJA (hrópar skelkaður): Hann kallar Raj Kummar þjóf — ótíndan þjóf! DAVIÐ: Enginn getur tekið Bimsa frá okkur! Enginn hefur leyfi til þess! MAHARAJA: Takið þá fasta! RAJA: DrepiS þá! RAJ KUMMAR (með grát í röddinni. Stampar í gólfið): Ég vil fá björninn! Ég skal fá hann! Hann verður mín eign! (Svo byrjar hann að gráta upp- hátt.) ÞJONN (gengur til Raj Kummar): Yðar hátign .... MAHARAMMIA (bendir og kallar): SjáiS, sjáið! Þessir viðbjóðslegu betlarastrákar eru á skónum! ÞJÓNN: YSar hátign. . . . (Raj Kummar grætur, og lofar hon- um ekki að segja meira. VORIÐ 183

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.