Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 43

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 43
litli bbóðir stendur í stórræðum EFTIR ANNE CATH. VESTLEY IJað var fjórði dagur jóla. Litli bróðir stóS viS hurSina, sem var á milii svefnherbergisins og baS- herbergisins. Dyrnar voru lokaSar, en hann heyrSi, aS þaS voru einhverjir þarna inni. ÞaS var Laila stóra systir hans og vinkona hennar, sem hét Anna. Litlabróður geðjaðist ekki að Önnu og var ekkert hrifinn af, þegar hún kom. Lví að þegar hún var komin, varð systir hans, sem var honum alltáf góð, svo einkennileg viS hann. Annars var allt svo gott og skemmtilegt, þegar þau voru tvö ein heima. Þá sátu þau bara og teiknuSu og töluðu saman, og Laila tal- aði við hann, alveg eins og þau væru jafngömul. En þegar Anna kom, var eins og hún eltist um mörg ár, og þá sagði hún: „Nú verðurðu aS leika þér sjálfur, Litli bróðir, því að nú ætlum við Anna að tala saman, og þú mátt ekki hlusta á okkur.“ I dag höfðu þær tii dæmis farið inn í svefnherbergið og læst að sér hurðinni. Pabbi og mannna höfðu fengið sér mið- dagsblund í stofunni, og hér stóð hann aleinn í baðherberginu og var að springa af forvitni. Hann langaði svo til að fá að vita, hvað þau væru að gera þarna inni. Nú Idógu þær og hvísluðu og hlógu svo aftur. Ætti ég að gægjast í gegnum skróar- gatið? hugsaði LitlibróSir. Jú, því ekki það, en þegar hann var að koma sér fyrir rak hann sig svo harkalega í sápu- skálina á baðkerinu að hún féll niður í baðkerið með miklum glumrugangi .... Nú var víst bezt að fela sig. Aftan við baðkerið var baugur af óhreinum föt- um, sem átti eftir aS þvo. Það var heppi- legt. Hann gróf sig undir fatahrúguna eins fljótt og hann gat. ÞaS mátti ekki seinna vera. Einhver sneri lyklinum í skránni. Dyrnar opn- uðust og Anna gægðist inn. „Nei, það var eins og ég sagði. ÞaS er enginn hér. Hann silur sjálfsagt frammi í eldhúsi.“ ÞaS var Anna, sem talaði. LitlibróSir hló, svo að hann hristist af hlátri þarna undir fatadyngjunni. ÞaS var gott, að það var ekki Laila, sem liefði litið inn, því að hún hefði ekki veriS svona heimsk. Hún hefði fundiS hann samstundis. Jæja, þarna læstu þær hurð- inni aftur og fóru aS blaSra eins og áður. En nú stóð lykillinn í skránni hinu megin. ÞaS var allt svo erfitt viðfangs í dag. En nú heyrði hann miklu betur til þeirra þarna inni. Þær voru ekki eins varar um sig og áður, er þær héldu, að liann væri frammi í eldhúsi. „ViS læðumst út, svo að LitlibróSir sjái okkur ekki,“ sagði Anna, „annars vill hann kannski fara með okkur, og það væri ekkert gaman.“ VORIÐ 185

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.