Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 11

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 11
Drengirnir læddust síðan hljóðlega af stað og fóru ekki aðalgötuna. Það gat verið, að þar væru einhverjir á ferð, kannski lögreglan, og 'þá gat orðið ný rekistefna, en þeir kærðu sig ekkert um bað. En göturnar voru alveg mann- 'ausar .... Utarlega í bænum stóð lítið hús, sem kafði einhverntíma verið málað ljós- 8rænt, en nú hafði regn og stormar máð nálega allt mál af húsinu, svo að það var allt flekkótt og stakk mjög í stúf við Hærliggjandi hús, sem flest voru snyrti- leg á að líta. l'arna bjó gömul kona, og hafði búið lengi. Hún hét Gróa og vann fyrir Ser með saumaskap. Hún hafði alltaf verið einbúi í þessu litla húsi, sem ekki Vat nema ein stofa, lítið svefnherbergi °g eldhús. Gróa var vel látin af nágrönn- Urn sínum og var sérstaklega barngóð, Sv° að börnin í hverfinu gerðu 'henni alflrei mein, þótt þau væru að ærslast í ^t'lngum húsið hennar, en gerðu henni °lt greiða, ef þau áttu þess kost. Hún Var lí'ka umburðarlynd við börnin, þó a<'1 þeim yrði þarna eitthvað á. Einu s,nni höfðu til dæmis nokkrir drengir, Sem voru að koma af knattspyrnuæfingu, aU þarna leið um. Þeir höfðu verið að ^asta boltanum á milli sín, en þá vildi sv« illa til, að boltinn lenti í glugganum 11 já Gróu og braut eina rúðu. Gamla konan hafði ekki gert neitt veður út af þessu, og þeir ætluðu að l>orga rúðuna, og báðu hana auðvitað afsökunar. En gamla konan sagði aðeins: »Þetta var auðvitað óviljaverk, dreng- ir mínir. Rúðuskömmin kostar ekki svo mikið. Ég er viss um, að hann Bjössi gamli, nágranni minn setur hana í fyrir mig. Nei, við skulum sleppa allri borgun.“ Drengirnir höfðu samt greitt rúðuna. En Gróa gamla hafði nokkrar áhyggj- ur af því, hvað húsið hennar var orðið ljótt, en enginn hafði orðið til að hjálpa henni til að mála það. .... Nú, þegar næturkyrrðin var sem dýpst, komu fjórir drengir aðvífandi heim að húsi Gróu gömlu og fóru laumu- lega. Þeir nema staðar bak við húsið og taka þar upp úr poka sínum mál- dunka og málkústa. Kári læðist kring- um húsið, og þegar hann kemur aftur, segir hann lágt: „Hún hefur dregið gluggatjöldin bæði fyrir stofugluggann og gluggann á svefn- herberginu. Ef við bara förum hljóð- lega, ætti ekki að vera nein hætta á að hún verði okkar vör.“ „Allt í lagi!“ sagði Haukur. „Nú skiptum við með okkur verkum. En liver skollinn! Okkur vantar líklega tröppu. Við náum ekki efst upp á vegginn. þó að hann sé ekki hár.“ „Þarna er stór kassi,“ sagði Birgir. „Getum við ekki notað hann?“ „Jú, við getum notað kassann,“ sagði Haukur, en þeir þyrftu bara að vera tveir. Þá gætu tveir okkar málað veggina að neðan og aðrir tveir málað þá að ofan.“ „Þarna er kassi hinumegin við girð- inguna. Ætli við megum ekki nota hann!“ sagði Kári. „Jú, við tökum hann bara traustalaki, VORIÐ 153

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.