Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 27

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 27
(sísli: Það er eitthvað til af plötum heiina, en systir okkar á mest af því. Við keyptum á tímabili mikið af plötum °o lókum lögin upp á segulband og gáf- Urn svo plöturnar. '—- Hverjar eru helztu dœgraslytting- ar ykkar? -drnþór: Við förum talsvert í göngu- ferðir um bæinn og erum alveg sjálf- hjarga af því að Gísli sér svolítið. Svo förum við í sendiferðir fyrir föður okk- ar- Þá hlustum við mikið á tónlist og leikum saman á hljóðfæri. Þetta eru helztu dægrastyttingar okkar. •— Hvað segir þú um þetta, Gísli? Gísli: Ég uni margar stundir við að spila á flautuna. Svo les mamma mikið fyrir okkur, einkum ferðasögur og þyk- lr okkur mjög gaman að þeim. — liajið þið ekki liajt gaman aj þessu ferðalagi? Gísli: Jú, mjög gaman. Magnús hefur verið ákaflega lipur við okkur og hann er skeirimtilegur ferðafélagi. -— Hvað segir þú um />etta, Arnþór? Arn]>ór: Ég segi það sama. Það hefur Verið ákaflega gaman í þessu ferðalagi. Magnús er sérstaklega skemmtilegur, skemmtilega stríðinn, og okkur kemur mjög vel saman. Svo hefur okkur verið ákaflega vel tekið alls staðar, þar sem við höfum komið. — Getið þið sagt mér jrá einhverju skemmtilegu atviki úr jerðalaginu? Gísli: Mér kemur einkum í hug, þegar við vorum að leita að sérstakri götu hér á Akureyri. Þá spurðum við mann, sem við stöðvuðum á götunni, livort hann væri kunnugur í bænum. Hann hélt það »iú. Þá spurði Magnús eftir þessari götu. Komu þá vöflur á liann, unz hann sagði: Spyrjið börnin. En þarna skammt frá voru nokkur börn. Þetta þótti okkur svolitið skemmtilegt atvik, vegna þess að þetta var fullorð- inn maður, sem sagðist vera kunnugur á Akureyri, en vissi ekki um þessa götu, og sagði okkur að spyrja iítil börn um iiana. — Þið eruð mikið hneigðir fyrir ým- is konar tœkni? Arnþór: já, við höfum mjög gainan af útvarpstækjum og ýmsum öðrum tækjuni, einkum í sambandi við tónlist, og áliuga á að rannsaka þau. — Er það nokkuð, sem þið viljið bœta við þetta spjall olckar? Gísli: Ekki nema því, að okkur hefur alls staðar verið vel tekið í þessari ferð og við höfum fengið ókeypis gistingu. Við erum öllum mjög þakklátir, sem liafa greitt götu okkar. Vorið þakkar bræðrunum fyrir við- talið. Af því keniur í ijós, að þessir drengir eru góðum gáfum gæddir og þeir búa yfir sérstökum listrænum hæfi- leikum á sviði tónlistar. Þá hafa þeir mikinn áhuga á ýmsum tæknilegum efn- um. Þeir virðasl andlega þroskaðri en algengt er um jafnaldra þeirra. Blaðið óökar þeim til hamingju á tónlistarbraut- inni. En auðvitað þurfa þeir að leggja sig fram og beita hæfileikum sínum með viljafestu, þar sem þá skortir sjónina til hjálpar. Ég þakka drengjunum kærlega fyrir viðtalið og óska þeim alls góðs i fram- tíðinni. E. Sig. VORIÐ 169

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.