Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 13

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 13
ur slangrandi eftir götunni. Þegar þeir sau hann, földu þeir sig á bak við húsið, eu Börkur lagðist flatur á bak við reyk- háfinn. Þeir kærðu sig ekki um, að hann yrði þeirra var. Hann var þá vís með aS koma og fara að rausa við þá. Hann raulaði einhverja drykkjuvísu, en þó ekki hátt, og drengirnir önduðu léttara, l5egar hann var kominn fram hjá og hvarf á bak við næsta hús. Þegar þessi hætta var liðin hjá, fóru drengirnir að skila kassanum, sem þeir höfðu tekið traustataki. En á meðan mál- aði Börkur reykháfinn. En þegar hann kafði nálega lokið verki sínu, vildi það óhapp til, að hann misti málningardunk- 'un niður á þakið, svo að af varð nokk- Ur hávaði. Þeir félagar gáfu Berki bend- >ngu um að koma samstundis niður, og liegar hann var kominn til þeirra, hlupu Peir að næsta húsi og földu sig þar á hak við hátt víðigerði, en gátu samt séð heim að húsi Gróu. Byrst sáu þeir, að tjöldin fyrir stofu- SÍugganum voru dregin til hliðar. Þeir vissu því, að liún hafði vaknað. Gamla konan hefur líklega fundið á sér, að eitthvað óvenjulegt var á seyði, því að htlu síðar er hurðin opnuð og gamla konan kemur út á dyrahelluna í síðum sloppi. A meðan Börkur hafði verið að mála reykháfinn hafði Haukur skrifað á blað, Sem hann hafði með sér þessi orð: »Kær kveðja frá álfunum í Dverga- steini.“ En svo hét steinn einn mikill °fan við bæinn. Þetta blað lagði hann svo á dyrahelluna og setti steinvölu ofan á, svo að það skyldi ekki fjúka. Nú skimar gamla konan í allar áttir og svo á húsið sitt og fádæma undrun lýsir sér í svip hennar. „Er þetta húsið mitt?“ verður henni að orði. Hún verður svo aftaka undr- andi að drengimir áttu bágt með að skella ekki upp úr af hlátri, en stilltu sig þó. Nú sér gamla konan blaðið á stétt- inni, hún tekur það upp og tautar: „Alf- arnir í Dvergasteini! Hverjir skyldu það vera? Það eru einhverjir góðir vinir mínir. Allsstaðar á maður vini .... Svo brosti hún. Gekk svo hringinn í kringum húsið sitt, til að vera nú alveg viss um, að þetta væri húsið hennar. Jú .... það var víst ekki um að villast. Svo setti hún hönd fyrir auga og horfði enn í allar áttir og gekk svo inn í húsið. Eftir þetta afrek ganga drengirnir heim, syfjaðir en hjartanlega glaðir. Þeir vöknuðu ekki fyrr en um hádegi daginn eftir. ---------Einhvern grun mun Gróa hafa haft um það, hverjir hafi unnið þetta verk, því að næst, þegar dreng- irnir áttu þarna leið hjá, er þeir voru að koma af knattspyrnuvellinum, kallaði hún til þeirra og gaf þeim kakó og heitar pönnukökur. H. J. M. --0— TIL GAMAN S Flakkari nokkur kom á bóndabæ og var ge£- inn þar mjólkurgrautur. — Ég held ég borði þar til ég spring, sagði hann. — Það er einmitt það, sem við ætlumst til, svaraði konan. — Það er gat aftan á buxunum þínum, sagði drengurinn við flakkarann. — Það blæs ég á, svaraði flakkarinn. VORIÐ 155

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.