Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 4
BROTIÐ TIL MERGJAR
Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson,
starfsmaður Sambands
íslenskra
kristniboðsfélaga.
Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðar-
erindið öllu mannkyni" (Markúsarguðspjall 16.
kafli, 15. vers). Kristinni kirkju hefur verið falinn
boðskapur sem henni er boðið að flytja öllu
mannkyni. Tilvera hennar veltur á því að boðskapurinn
komist til skila. Mörg hundruð manns eru á launaskrá hjá
þjóðkirkjunni, auk frjálsra félaga, samtaka og safnaða utan
hennar, með það fyrir augum að hlýða þessum boðum
Drottins og frelsara kristinna manna. Hvernig tekst til?
Skilar starf þessa fólks einhverjum árangri?
Flestir landsmenn eru skráðir i kristin trúfélög, þar af
um 92% í þjóðkirkjuna. Meginhlutverk þessara trúfélaga
er að boða trúna á Jesú Krist og kenna og fræða sitt fólk
um trúna. Jafnframt leitast þau við að berjast gegn illum
og niðurrífandi öflum í samfélaginu.
Þar sem safnaðarfólk kristinna trúfélaga er jafnframt
eigendur ríkisfjölmiðlanna, þ.e. ríkisútvarpsins og ríkis-
sjónvarpsins, er ekki óeðlilegt að þetta fólk, með leiðtoga
safnaðanna í broddi fylkingar, láti sig varða hvað þar er
boðið upp á, hvort það eflir kristin gildi eða grefur undan
þeim. Fjölmiðlar eru áhrifamestu aðilar samtíðarinnar
varðandi túlkun tilverunnar og skoðanamyndun. Því
skiptir miklu máli hvort kristin trú er boðuð þar eða ekki
og hvernig hún er túlkuð fyrir samtímamönnum okkar.
íslensk menning og löggjöf stendur á kristnum grunni.
Fjölmiðlar byggja á þeim grundvelli sem íslensku sam-
félagi er lagður. Þeir eru mikilvægur hluti íslenskrar
menningar.
í þessari grein verður fjallað um eðli og áhrifavald fjöl-
miðla, sérstaklega ríkisfjölmiðlanna, hvemig þeir tengjast
íslenskri menningu, stöðu þeirra í samfélaginu, afstöðu
þeirra til kristinnar trúar og hvaða áhrif kristnir menn geta
haft á þá eins og aðrir landsmenn.
Menning
Hvað er menning? Ótal svör hafa verið gefin við þessari
spurningu, svo sem: Menning er „lífsmáti þjóðar, sá
félagslegi arfur, sem einstaklingur fær frá samfélagi sínu"1.
Hún er „erft kerfi, sem einkennir ákveðið þjóðfélag þar
sem framleiðsla, hugmyndir, hugsanaferli og hegðunar-
mynstur er samtengt. Þetta er ekki líffræðilega erft.“2 Með
öðmm orðum, menning er viðbrögð fólks við aðstæðum
sínum. Markmið menningarinnar er að gera lífið farsælt.
Þess vegna er hún mismunandi við ólíkar aðstæður.
Ýmsir ganga út frá því að menning sé samsett úr tveimur
meginhlutum, sýnilegum og ósýnilegum. Hinn sýnilegi er
t.d. gerð efnahagslífs, fjölskylduform, stjómmál og birtingar-
form trúarbragða.
Hinn ósýnilegi hluti eru ýmis konar hugtök sem eru
skilgreind á mismunandi hátt eftir samfélögum. Dæmi um
þetta eru tímahugtakið. Það er mikill munur á innihaldi
þess á íslandi og í Afríku. Hér á landi megum við engan
tlma missa, það eru afglöp að „sóa“ tímanum. Við fylgjum
þeirri kenningu að tími sé verðmæti sem komi aldrei
aftur. Víða í Afríku er það skilgreint sem tími sem við
myndum kalla atburð. Það þarf ekki að vera tímasóun að
sitja aðgerðarlaus vegna þess að menn eru að bíða eftir
tímanum, þ.e. eitthvað gerist. Mannfagnaður er t.d. tími.
Önnur hugtök eru t.d. hvernig fólk samfélagsins er
flokkað í hópa eins og í ættingja, vini, nána vini, hverjum
ég ber ábyrgð á og hverjum ekki. Hér á landi stendur
kjamafjölskyldan og e.t.v. uppkomin systkini og fjölskyldur
þeirra þétt saman þó að það sé ekki algilt. Ábyrgð okkar á
öðrum ættingjum og vinum er lítil. Við getum valið sjálf
hvort við viljum bera ábyrgð á þeim eða ekki. í Afríku em
ættimar víða samofnar í sterkar heildir. Dómur yfir afbrota-
manni getur lent á öllum í ætt hans.
Enn annað dæmi er orsakavaldar tilverunnar. Hverjir
em þeir? Hvað veldur t.d. sjúkdómum og óáran, gæfu og
ógæfu? Er það Guð, illir andar, bakteríur, náttúmlögmál
o.s.frv.? Mörg önnur hugtök mætti tilgreina.
4