Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 29
MENNING OG LISTIR Kristi af miklum krafti. Þegar þeir koma fram á sviði deila þeir reynslu sinni með öðrum ungmennum, og þó svo að þeir hafi ekki svör við öllu benda þeir á þann sem svörin hefur Jesú Krist. Aðalmarkmið þeirra er að boða fagnaðarerindið en ásamt því fjalla þeir mikið um kynþáttafordóma. hað eitt að vera saman á sviði segir mikið því að hljómsveitar- meðlimir eru ekki allir af sama kynstofni. Á nýjasta diski sveitarinnar er lag sem er samið af Toby McKeehan og nefnist Colored People og fjallar það um fegurðina í mismunandi kynþáttum og að við eigum ekki að láta hörundslit aðskilja okkur heldur eigum við að líta á hvert annað með augum Guðs. Toby er greinilega maður orða sinna því nýverið kvæntist hann stúlku sem heitir Amanda og rekur hún uppruna sinn til Jamaica. Trúboð Það var mikil viðurkenning fyrir DC TALK þegar Billy Graham fékk þá til að starfa með sér og sínum liðsmönn- um. Graham gerði sér grein fyrir því að þeirra kynslóð verður fyrir miklum áhrifum af tónlist og einnig að DC TALK boðar trúna hreint og ómengað. Billy lítur á hljómsveitina sem túlk þar sem þeir tala mál unga fólksins. Hingað til hefur starf þeirra einungis verið innan Norður- Ameríku en það mun líkleg- ast ná lengra í framtíðinni. Eitt nýjasta trúboðstæki félaganna i DC TALK eru kvikmyndir. Það stóð aldrei til að gera kvikmynd en þegar þeir áttu í miklum viðræðum með myndband, sem þeir voru að gera bentu viðstaddir á að þeir væru að tala um kvikmynd en ekki tónlistarmyndband og var það látið standa. Myndin ber sama titil og geisladiskur þeirra sem kom út árið 1992, Free At Last og hún fjallar um þá sjálfa í stórri hljómleikaferð og inniheldur ýmis_tónleikaatriði. Þegar þeir ferðast saman gengur á ýmsu, eins og eðlilegt er, og þeir eiga slæmar stundir sem góðar og myndavélamar létu ekkert fram hjá sér fara. DC TALK er mikið á ferðalagi og vert er að geta þess að von er á þeim félögum til Evrópu. Þeir verða aðalnúmer Alliance tónlistarhátíðarinnar sem haldin verður í Manchester þann 13. október n.k. Þar verða þeir ásamt Newsboys og World Wide Message TribeU Að lokum Þessari stuttu umfjöllun vil ég ljúka með orðum Tobys McKeehan: „Við höfum án efa vaxið og þroskast sem tónlistarmenn, en ástæða tilveru okkar er sú sama: Að boða villuráfandi kynslóð fagnaðarerindið með tónlist - ekki skella okkar viðhorfum framan í fólk heldur deila trú okkar með þeim vegna þess að hún hefur alltaf veitt okkur styrk í lífi okkar. Okkar markmið hefur verið að skapa list sem getur leitt fólk til Guðs. Við erum fylgismenn Krists og það mun alltaf koma fram í tónlistinni okkar.” (Cross Rhythms, Issue 31). Hrönn Svansdóttir u*9áfulisti DC TALK, Forefront 1989 NU THANG, Forefront 1990 • ™™«0,Z,mí • RAP, ROCK & SOUL (video) Porefront 1991. ’ ' FREEaÍia!!' Fore,ront' 1992. EE AT LAST Extended Plav M/iDDXeS Fore,font 1994 NARROWIS THE ROAD (video) Forefront, 1994 JNEWAY.TheSongsOfLarrv No^anfSafmtiskurj.Forefront, JESUS FREAK (AVCD EPI Forefront, 1995. JESUS FREAK, Forefront. 1995 DC TALK - verkfæri Guðs Umsjónarmaður lista- og menningardálks Bjarma hefur lítið kynnt sér DC TALK en vissi af tveimur systrum sem þekktu betur til. Þær heita Heiðrún og Ólöf Inger Kjartansdætur og þær voru svo vinsamlegar að segja frá þeim kynnum. Systurnar hafa hlustað mikið á sveitina og þá sérstaklega á diskana Free At Last og Jesus Freak. Þær eru sammála um að diskamir séu báðir ýkt góðir. Innihald textanna er gott og það er góður vitnisburður sem kemur fram í söngvunum. Fjölbreytnin í tónlistinni er gifurleg og útsetningar skemmtilegar. Þeir em trúir fagnaðarerindinu. Eitt sinn vildi útgefandi gera samning við þá með þvl skilyrði einu að þeir nefndu ekki nafn Guðs eða Jesú í þvi efni sem yrði gefið út.. Þeir ■ . neituðu því og voru 1 ' | | tilbúnir að rifta samningnum. Að lok- um var ákveðið að gefa út efni með þeim og leyfa þeim að ráða inni- haldi textanna, og nú eru þeir nokkuð frægir og boðskapurinn hefur náð til margra. Systurnar em ekki í vafa um að þeir séu verkfæri Guðs og hafi náðargáfu til starfa sinna. Að lokum vilja þær hvetja alla til að kaupa sér disk með DC TALK og kynna sér þann boðskap sem þar er fluttur. Systurnar Heiðrún og Ólöf Inger. Sérverslun með kristilega tónlist l/erslunin IKTVf7 og bækur Halun2 105 ReyVjav* 1 vrm 25155 | TW I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.