Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 17
Ástráður Sigursteindórsson FRÆÐSLA Vakið — verið viðbúnir! Hópur manna stóð á Olíufjallinu rétt utan við Jerúsalem. Einn i hópnum hafði mikið að segja. Það var Jesús frá Nasaret, spámaður, máttugur í orði og verki. Jesús var að kveðja lærisveina sína. Þeir höfðu verið með honum um það bil þrjú ár og öðlast þá reynslu að hann væri Kristur, sonur hins lifandi Guðs. Um 2000 ár voru þá liðin frá því Guð hafði gefið Abraham, forföður ísraelsþjóðarinnar, það fyrirheit að af hans afkvæmi skyldu allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta (1. Mós. 22,18). Síðan fluttu spámenn Drottins aftur og aftur fyrirheitið um konunginn, Messías og frelsarann sem átti að líða, deyja og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. Aldirnar liðu, boðskapurinn um Messías varð skýrari og skýrari eftir því sem aldirnar liðu. En tíminn varð undarlega langur. Mennirnir mældu tímann í dögum, mánuðum og árum og alltaf dróst að fyrirheitið rættist. Guð reiknar ekki á sama hátt og menn. Hann þarf ekki að mæla eillfðina, hún tekur aldrei enda, hún er hans mælikvarði. Það er ekki að undra þótt menn- irnir séu oft óþolinmóðir og telji Guð seinan á sér að uppfylla fyrirheitin. Fylling timans kom. Þá fæddi María son sem getinn var af heilðgum anda. Englar boðuðu fæðingu hans með fagnaðarsöng. Þá tóku fyrirheitin að rætast. Jesús hóf starf sitt, kallaði lærisveina, prédikaði eins og sá er vald hafði, gjörði kraftaverk, líknaði og læknaði. Auk þess sýndi hann hvernig mannlegt llf átti að vera, hreint, göfugt og fagurt. Hann var Guð sjálfur, og full- kominn maður eins og Guð hafði í upphafi ætlast til að maðurinn yrði. En það undarlega gerðist: Þjóðin, sem í 2000 ár hafði beðið komu Messíasar og lesið spádómana um hann hvíldardag eftir hvíldardag, þekkti hann ekki þegar hann kom og hafnaði honum. Lýðurinn, sem notið hafði bless- unar orða hans og verka, hrópaði yfir hann krossfestingar- dóminn á föstudaginn langa. Hann var framseldur heiðingjum og krossfestur. Á kross- inum sagði hann: „Það er fullkomnað!" Koma hans var sannarlega ekki árangurslaus. Ekki var öllu lokið! Hann var lagður í gröf en reis upp úr gröf sinni á páska- dagsmorgni. Lærisveinarnir mættu honum og trúðu! í 40 daga birtist hann þeim öðru hvoru uns hann safn- aði þeim saman á Oliufjallinu og sagði þeim að tími full- komnunar ríkis hans væri enn ekki kominn. Nú ættu þeir miklu erindi að gegna, að verða vottar hans og breiða út boðskap hans, ríki hans, allt til ystu endimarka jarðarinnar. „Þegar hann hafði þetta mælt varð hann upp numinn að þeim ásjáandi og ský huldi hann sjónum þeirra“ (Post. 1,9). Hjá þeim stóðu tveir menn í hvítum klæðum, englar, og sögðu þeim að þessi Jesús, sem var upp numinn til himins, mundi koma aftur á sama hátt og þeir sáu hann hverfa til himins. Þá mundi hann endurreisa guðsríkið, Ástráöur gjöra jörðina aftur að Paradís. Sigursteindórsson guöfræöingur. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.