Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 14
MAÍ 1962
VIÐTAL
Feður okkar í trúnni
mörkuðu brautina
Viðtal við Aðalstein Thorarensen
„Það er von mín að í starfi KFUM og KFUK verði nú
sem fyrr lögð áhersla á sömu meginatriðin og andlegir
feður okkar héldu á loft og félögin voru þekkt fyrir, þ.e. á
fastheldni við Biblíuna, á boðunina og bænina og að
heilagur andi opni orðið fyrir okkur svo að við megum
tileinka okkur það.
Söngvar séra Friðriks Friðrikssonar og aðrir söngvar,
sem við höfum lært i félögunum og syngjum við raust, eru
þrungnir boðskap. í þeim er lofgjörð, tilbeiðsla og préd-
ikun. Ég hef líka gleði af því að syngja nýja söngva. En við
eigum svo mikinn fjársjóð í gömlu söngvunum, þar er
kjarnmikil boðun. Við megum því ekki missa þá. Og fátt
þjappar okkur eins vel saman og kraftmikill, kristilegur
söngur. Þarna hljótum við því að reyna að finna gott
Á fyrstu kennsluárum jafnvægi.“
Aöalsteins, 1962.
Tíðindamaður Bjarma brá sér út á Seltjarnarnes í veður-
blíðunni 1. maí í vor og sat góða stund í stofunni á einkar
snyrtilegu heimili Aðalsteins Thorarensen húsgagnasmiðs,
kennara og KFUM-manns. Aðalsteinn lætur sér annt um
velferð og viðgang KFUM og KFUK og hefur lagt gjörva
hönd á marga þætti í starfi félaganna í 40-50 ár. Sæti hans
er sjaldan autt á samkomum félaganna og nú síðari árin
hefur hann mjög komið við sögu í aðaldeild KFUM.
Með orðum sínum hér í upphafi lýsir Aðalsteinn skoð-
un sinni á gildi þess sem brautryðjendurnir innrættu ung-
um mönnum á æskuárum hans og á þeim söngvasjóði
sem félagsfólkið hefur notið frá upphafi vega.
Óhress mjólkurpóstur
Við forvitnumst um uppruna Aðalsteins. „Faðir minn var
Jón Thorarensen, síðar prestur og rit-
höfundur. Ég fæddist á horni Lauga-
vegar og Snorrabrautar í Reykjavík.
Móðir mín, Vilhelmína Tómasdóttir,
var einstæð og útivinnandi og hún
kom mér kornungum 1 fóstur hjá
Lilju Jónasardóttur systur sinni og
manni hennar, Kristjáni Guðmunds-
syni. Þau Lilja og Kristján reyndust
mér eins og bestu foreldrar og jafnvel
betri því að þau dekruðu við mig. Það
var mikil gæfa að fá að alast upp hjá
þeim. Ég kallaði þau alltaf mömmu og
pabba. Dætur þeirra, Katrín og
Kristín, urðu mínar góðu systur.
Kristján var sjómaður á togara svo
árum skipti en gerðist síðan bóndi á
Hvítanesi í Hvalfirði og seinna í
Blönduholti í sömu sveit. Um 1941
14