Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 20
AFVETTVANGI Krisíniboð og hjálparstarf í kirkjunni Um 20 fulltrúar safnaða Kjalarnessprófastsdæmis dvöldu í Skálholti 15. og 16. maí síðastliðinn. Samveran var hápunktur átaksverkefnis um hjálparstarf og kristniboð í prófastsdæminu sem staðið hefur i vetur. Markmið hennar var að fá fólk til að taka að sér að vinna að málefni kristniboðs- og hjálparstarfs í söfnuðum sínum þannig að þessir mála- flokkar yrðu eðlilegir þættir í safnaðarlífi. Það er í samræmi við samþykktir prestastefnu í fyrra, kirkjuþings og ýmissa héraðsfunda um að kristniboð verði eðlilegur hluti af safnaðar- lífi. Erindi voru flutt um kristniboð og hjálparstarf. Þátttak- endur ályktuðu að hvetja söfnuði Kjalar- nessprófastsdæmis til að efla hjálpar- og kristni- boðsstarf í safnaðarlífi með því að auka fræðslu um þessi mál og mynda samfélagshópa sem létu sig þessi efni varða sérstaklega. Blað brotið í sögunni Átaksverkefni Kjalamessprófasts- dæmis er mjög athyglisvert þegar það er haft í huga að kristniboð hefur ekki verið eðlilegur hluti af llfi safnaða íslensku þjóðkirkjunnar. Hér er brotið blað í íslenskri kirkju- sögu sem vonandi er upphaf þess að boð Jesú Krists um að gera allar þjóðir að lærisveinum verði virkari veruleiki í íslenskum söfnuðum en verið hefur. Aðalhvatamaður að átaksverkefninu var sr. Bragi Friðriks- son, prófastur Kjalamessprófastsdæmis. Að hans tilstuðlan setti héraðsnefnd prófastæmisins á laggirnar nefnd með þremur fulltrúum Kristniboðssambandsins og þremur frá Hjálparstofnun kirkjunnar til að vinna að eflingu kristni- boðs og hjálparstarfs í prófastsdæminu. Söfnuðir prófasts- dæmisins ásamt héraðssjóði leggja árlega fram fé í sameiginlegan sjóð. Þessi upphæð hefur verið rúmlega ein milljón á síðustu árum. Peningunum, sem í hann renna ár hvert, er skipt jafnt á milli Hjálparstofnunar og Kristni- boðssambandsins. Lögð hefur verið áhersla á að fræða fólk um þessi mál svo að það skilji að forsendur þessa starfs eru fyrst og fremst boð Jesú. Petta hefur sérstaklega verið kynnt fyrir fermingarbörnum og þau jafnframt verið hvött til að láta svolítið af hendi rakna með því t.d. að neita sér um sæl- gæti í einhvern tíma og gefa andvirðið til þeirra sem minna hafa. í ár rennur andvirðið til þess að kaupa hús- gögn í skólastofu á Indlandi og til að kaupa hluti sem koma sér vel fyrir ungt fólk í Súðavík og á Flateyri. Síðastliðinn vetur hefur undirritaður starfað við þetta átaksverkefni á vegum prófastsdæmisins með skólaheim- sóknum, með því að sitja fundi með sóknarnefndum, kenna fermingarbörnum, fara í barnamessur, prédika í guðsþjónustum og hafa kristniboðskynningar á eftir. Hvarvetna hefur þessu starfi verið vel tekið en það þarf að verða sýnilegri hluti af starfi safnaðanna. Nýlega gaf starfshópur Kjalarnessprófastsdæmis út fall- egan, litprentaðan kynningarbækling um starfsemi Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og Sambands íslenska kristniboðs- félaga. Nefnd á vegum Kjalarness- og Húnavatnsprófasts- dæma, sem undirbýr hina árlegu Vordaga, leikjanámskeið á vegum kirkjunnar, hefur einnig gefið út fallegan bækling fyrir Vordaga þessa sumars. Aðalfræðsluefni þeirra verður helgað kristniboði og hjálparstarfi. Ætla má að 1.000 - 1.500 börn muni fá fræðslu á þessum samverum. Framtak Kjalarnessprófastsdæmis er til mikillar fyrir- myndar og verður vonandi öðrum prófasdæmum til eftir- breytni. Kjartan Jónsson 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.