Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 23
UM VÍÐA VERÖLD HVAÐ ER ... BANGLADESJ: HHdur Sigurðardóttir Ritskoðuð Biblía? Yfirvöld í Malasíu í Asíu kröfðust þess fyrir nokkru að Biblían yrði ritskoðuð. Nú hafa ráðamenn í Bangladesj sett fram sams konar kröfu. Biblíufélagið í landinu verður að full- nægja tveimur skilyrðum til þess að mega prenta Biblíur. Annars vegar má ekki nota orð sem eru einkennandi fyrir Kóraninn, helgirit múslíma, og hins vegar má einungis dreifa Biblíunni meðal kristinna manna. Svo virðist sem yfirvöld í Bangladesj ætli að feta í fótspor Malasíumanna og banna að í Biblíunni verði orð eins og Allah (Guð) og injil (fagnaðarerindi). Biblíufélagið þar eystra hefur mótmælt þessum reglum. Þær eru reyndar í andstöðu við 41. grein stjórnarskrárinnar en í henni er landsbúum tryggt málfrelsi og full heimild til að boða trú sína. Kristnir menn í Bangladesh finna fyrir mikilli andúð meðal landa sinna. Með þessari frétt i tímaritinu Ápne dorer birtist mynd af kirkju sem hafði verið kveikt í. Veggir standa uppi en þakið er brunnið. ALBANÍA: Tvær miljónir horfðu á sjónvarp Kristilegt sjónvarpsefni hefur nú í fyrsta sinn verið sýnt í rikissjónvarpinu í Albaníu. „The Christian Broadcasting Network" hefur látið gera fjóra þætti sem um tvær miljónir Albana hafa séð eða um helmingur íbúa landsins. Athuganir sem gerðar voru eftir útsendingu þáttanna sýna að um 1,1 miljón áhorfenda óskaði fyrirbænar. Albanía er fyrsta landið þar sem „The Christian Broadcasting Network" sendir út þessa þætti. Ætlunin er að senda þá út viðar og er markmiðið að 500 miljónir hafi séð þá fyrir aldamót. Hvað er ... Taizé? Orðið Taizé kann að hljóma framandi í eyrum sumra og margir hafa velt því fyrir sér hvaðan þetta orð sé komið. Taizé er lítið þorp í Frakklandi. Fað lætur lífið yfir sér, en er núna orðið heimsþekkt fyrir lofgjörðar- söngva þá sem kenndir eru við þorpið. Mörg þúsund manns flykkjast þangað árlega í nokkurs konar pílagrímsferð til að upplifa helgina og friðinn sem hvílir yfir þessu litla samfélagi og til að verða þátttakendur ( hinni miklu lofgjörð sem færð er Guði til dýrðar. En til að fá örlitla nasasjón af Taizé- samfélaginu verðum við að snúa okkur að upphafinu. Segir fyrst frá manni nokkrum, sr. Roger Schutz. Hann fæddist í Sviss árið 1915. Faðir hans var kalvinskur prestur og móðir hans var af frönsku bergi brotin. Roger stundaði nám við Genfarháskóla, einmitt á þeim tíma sem síðari heimsstyrjöldin var að skella á og Evrópa í mikilli upplausn. í guðfræðideildinni stofnaði Roger bæna- og biblíuleshóp með nokkrum vinum slnum. Sóttust þeir af einlægni eftir því að leita vilja Guðs og hvað Drottinn hefði í hyggju með þá. Árið 1940 fór Roger yfir landamærin milli Sviss og Frakklands til þess að finna heppileg hýbýli fyrir þá vinina, þar sem þeir gætu histj með reglulegu millibili og iðkað trú sína. Þeir vildu geta horfið til staðar, fjarri skarkala heimsins, til bænagjörðar og lestrar Guðs orðs. í litla þorpinu Taizé hitti Roger fyrir aldraða konu sem bað hann um að hjálpa þorpsbúunum. Roger hugsaði sig ekki lengi um en keypti hús af henni og settist þar einn að um tveggja ára skeið. Þar vann hann við alls kyns hjálparstarfsemi ásamt því að eiga reglulega helgistundir, þrisvar á dag. Skal hér stiklað á stóru en þegar heimsstyrjöldinni síðari lauk voru þeir orðnir sjö saman, vinirnir, í húsinu. Áhersla þeirra var á bænina og að hjálpa meðbræðrum sínum. Bjuggu þeir gjarnan hjá fátæku fólki og leituðust með lífi sínu við að benda á hann sem öllu ræður. Árið 1949 var köllun þeirra farin að skýrast og þroskast og unnu þeir heit um sameign, ókvæni og hlýðni. Yfirmaður þeirra var sr. Roger. Brátt tók meðlimunum að fjölga og komu þeir þó einkum frá Sviss, Frakklandi og Þýskalandi. Þeir lögðu ríka áherslu á einingu kristinna manna burtséð frá kirkjudeildum. Árið 1953 gaf bróðir Roger út reglu Taizé, lítið kver en mikils virði. Það fjallar um grundvallaratriði bræðrasamfélagsins í Taizé, hugsjónir þeirra og skuldbindingar. Það er til á fjölda tungumála. Sérhver kristinn einstaklingur ætti að geta tileinkað sér lífsviðhorf hennar þó að kverið sé skrifað til reglubræðranna. Þótt samfélagið sé kennt við Taizé, gætir þó áhrifa reglunnar úti um allan heim því að þeir eru sendir reglulega til annarra landa, tveir saman eða fleiri. Taizé er nefnilega ekki lokað klaustur heldur opið samfélag þar sem árlega koma saman ungir sem aldnir til að uppbyggjast og fræðast um kristna trú. Eitt er ennþá ótalið sem regtan er hvað þekktust fyrir en það eru hinir frægu lofsöngvar þeirra. Einkenni tónlistarinnar er að einfaldur texti, gjarnan úr Davíðsálmum, er sunginn aftur og aftur í íhugun, bæn og þakklæti til Drottins. Hendingar eins og: „Þökkum þér, ó, Guð, Drottinn vor, því þú ert góður,“ eru sungnar aftur og aftur. Áhrif þessarar tónlistar, sem á rætur að rekja til þessara hófsömu manna, hefur breiðst út og er jafnvel hægt að fá hana á snældum og geisladiskum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.