Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 12
í BRENNIDEPLI Trúarviðhorf verðandi forseta — nokkrar spurningar lagðar fyrir frambjóðendur Varla hefur farið fram hjá mörgum þegnum þessa lands að hinn 29. júní næstkomandi verður kosinn forseti íslands, hinn fimmti í röð- inni. Að þessu sinni eru fimm forsetaefni í kjöri en kosningabaráttu þeirra hefur verið komið ríkulega á framfæri við þjóðina undanfarnar vikur og mán- uði. Landsmenn hafa getað hitt forsetaefnin í eigin persónu á kosninga- skrifstofum þeirra eða á opnum fundum og um- fjöllun um þau og auglýsingar frá þeim sjálfum (oftar en ekki í fylgd með mökum sínum) prýða flesta prent- og ljósvakamiðla. Þrátt fyrir ítarleg viðtöl fjölmiðlanna við alla frambjóðendur hefur ekki farið mikið fyrir umræðum um trúmál og þaðan af síður um trúarlíf þeirra og afstöðu til kristinnar trúar og siðferðisgilda. Slíkt hlýtur þó að skipta tölu- verðu máli, ekki síst í ljósi stöðu forsetans gagnvart kirkjunni. í sextugustu og annarri grein stjórnarskrár- innar kveður á um að Hin evangelíska lútherska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda að því leyti. í annarri grein segir að forseti íslands fari bæði með löggjafar- og framkvæmdavald ásamt Alþingi og öðrum stjórnvöldum en í 11. grein kemur fram að forsetinn sé ábyrgðarlaus gagnvart öllum stjórnarathöfnum. Þrettánda og fjórtánda grein fjalla um að forsetinn láti ráð- herra framkvæma vald sitt og hinir síðarnefndu séu ábyrgir fyrir öllum stjórnarframkvæmdum. Með þeim hætti er dóms- og kirkjumála- ráðuneyti falið að fara með mál kirkju- og safnaða (Lögnr .96 frá 1969). Forseti íslands er því æðsti maður þjóðkirkjunnar þó að hann hafi ekki bein afskipti af innri málum hennar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.