Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 6
BROTIÐ TIL MERGJAR Sr. Baldur Kristjánsson, biskupsrítarí BROT ÚR FJÖLMIÐLASTEFNU ÍSLENSKU ÞJÓÐKIRKJUNNAR Kirkjan þarf að fara að leggjast yfir útgáfumál sln. Átta sig á því hvað hún er að gefa út og hvers vegna. Hvert er markmiðið með útgáfu- starfseminni bæði útávið og innávið? Hvaða boðum viljum við koma áleiðis og hveijar eru virkustu leiðirnar? Raunar er kirkjan byrjuð að huga að þessum málum. Kirkjuráð skipaði nefnd í vetur sem í sitja Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Svavar A. Jónsson auk undirritaðs. Nefndin hefur þegar hafið störf og byrjaði auð- vitað á því að kortleggja viðfangsefnið. í þessum stutta pistli ætla ég ekki að fara skipu- lega yfir sviðið heldur fjalla aðeins um þá boðstofnun sem ber uppi boðmiðlun kirkjunnar innávið og útá- við, Víðförla. í fljótu bragði virðist mér að Víðförli sé ekki rétt svar við kalli tím- ans. Blaðið er of áferðar- fallegt og þunglamalegt. Efnið of passandi. Þeir sem skrifa og ráðgera Víð- förla koma allir innanúr kirkjuskipinu ef svo mætti segja. Um leið og þetta er sagt verður að segja að Víðförli er mjög vel unninn út frá gefnum for- sendum og ritstjóranum, Höllu Jónsdóttur, til sóma. Hvað ætti að koma í staðinn? Tvímælalaust blað 1 dagblaðsbroti sem héti því óvirðulega nafni Kirkjufréttir. Blaðið ættí að vera sjálfstætt gagnvart öllum helstu stofnunum kirkjunnar. Aðeins þannig getur það verið gagn- rýnið og aðeins gagnrýnið blað er spennandi og þá um leið gagnlegt. Rit- stjórinn yrði að vera atvinnublaðamaður með það eitt að leiðarljósi að gefa út blað með ákveðnum sprengikrafti. Ekki misskilja mig. Auðvitað yrði blaðið að vera hliðhollt kirkjunni og þjóna henni en ekki í þægð sinni heldur í sjálfstæði sínu. Að mörgu öðru er að hyggja varðandi útgáfumál kirkjunnar. Kirkjan hefur t.d. ekki lagað sig að breytingum á ljósvakanum. Við römmum inn með svipuðum hætti og áður dagskrá Rásar 1 með morgunbænum, kvöldbænum og messu kl. 11:00 árdegis á sunnudögum. Svipað form og var þegar Rás 1 var eini Ijósvakamiðillinn. Nú er loftið að fyllast af útvarpi og sjónvarpi. Á kirkjan hreinlega að fara að reka útvarps- og/eða sjónvarpsstöð eða stöðvar eða á kirkjan að reyna að komast með boðskap sinn inn í stöðvar sem aðrir reka? Það er að mínu viti auðsótt að komast með efni inn í miðla eins og Stöð 3, Sýn og Stöð 2. Það kostar einfaldlega peninga. Þannig hefur slík stöð haft samband við kirkjuna og lýst áhuga sínum á að taka upp messur og sýna. Tilskilið það eitt að kirkjan greiði útlagðan kostnað við fyrirtækið. í öllu falli: Kirkjan þarf að skoða veru sína í ljósvakanum með tilliti til þeirrar gjörbreytingar sem orðið hefur á þessu sviði. Kjarnagildi menningarinnar Innan hverrar menningarheildar eru ákveðin grundvallar- gildi sem eru álitin mikilvægari en önnur. Þegnarnir standa yfirleitt svo þétt vörð um þau, að þeir eru jafnvel fúsir til að verja þau með lífi sínu ef á þarf að halda. Oftast tengjast þau lífsgrundvelli þeirra. Dæmi um slík gildi á íslandi eru fjölskyldan, sjálfstæði þjóðarinnar, íslensk tunga og bókmenntaarfur, fiskurinn í sjónum og auðlindir landsins. Við sjáum þau endurspeglast að nokkru í 15. grein útvarpslaganna (sjá viðtal við útvarpsstjóra, það sem er feitletrað). í Afriku gætu slík gildi verið auður, t.d. í formi nautpenings, virðing, fjölskyldan, ættin, þjóð- flokkurinn, jafnvægi tilverunnar og samfélagsgerðin. Margar þessara hugmynda eru ómeðvitaðar. Fólk lærir þær ómeðvitað af þeim sem í kringum það eru frá blautu barnsbeini. Svarið við því hvers vegna þær eru skilgreind- ar eins og raun ber vitni er yfirleitt: Af því bara. Þannig er það, eða þannig hefur það alltaf verið. Af hverju ber mér að leggja eitthvað á mig fyrir fjölskyldu mína? Svarið gæti verið á þá leið að slíkt liggi í augum uppi. Af hverju er t.d. slæmt að nota tímann illa? Af því að það er slæmt. Vegna þess að foreldrar mínir, kennarar og vinnuveitendur hafa kennt mér að tíminn sé auður. Trúin á Jesú Krist er eitt mikilvægasta grundvallargildi kristinna manna. Ótal dæmi er að finna um fólk, sem kýs heldur dauðann en að ganga af trúnni. Saman mynda allar þessar hugmyndir kerfi sem raðar í forgangsöð hvað álitið er mikilvægt og hvað ekki. Kerfið túlkar og metur nýjar hugmyndir eftir því hvort þær styrkja hugmyndakerfið og menninguna í heild eða ógnar henni. Á þessum forsendum eru þær samþykktar, aðlag- aðar með breytingum eða alfarið hafnað. Sem dæmi mætti ætla að hugmynd um að reisa kjarnorkuver hér á landi yrði illa tekið, á þeim forsendum að hugsanleg mengun frá því gæti ógnað fiskimiðunum, lífsgrundvelli þjóðarinnar. Túlkun tilverunnar Allt fram undir síðustu aldamót myndaði kristin trú og iðkun hennar rammann utan um daglegt líf fólks á íslandi. Prestar voru kennarar, bæði í kristinni trú en einnig í almennum fræðum3. Þeir voru því aðaltúlkendur tilverunnar hjá þjóðinni. Þeir lögðu t.d. mat á nýjungar, hvort þær væru til góðs eða ills. Kirkjan og kristin trú voru mjög sterkt sameiningarafl í þjóðfélaginu sem veitti landsmönnum samkennd4. Nú eru tímarnir breyttir og staða"kirkjunnar er ekki sú sama og áður. Fjölmiðlar hafa tekið að miklu leyti við af kirkjunni sem túlkendur tilverunnar. Þeir hafa einnig tekið við hlutverki hennar sem sameiningarafl. Þeir veita íslendingum samkennd öðrum fremur og þjappa þeim saman á sorgarstundum. Þetta kom t. d. fram í snjóflóð- unum í Súðavík og á Flateyri. Sr. Baldur Kristjánsson. 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.