Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 15
VIÐTAL flytur fjölskyldan á jörðina Laugarnes, sem var eitt höfuðbóla Reykjavíkur, og verður Kristján bústjóri á kúabúi sem Elliheimilið Grund átti. Um tíma féll það í minn hlut að flytja mjólkina á hverj- um degi á hestvagni til elliheimilisins. Mér þótti það hin mesta niðurlæging. Það voru ekki nema sex slíkir hest- vagnar á ferðinni í höfuðstaðnum á þeim árum og þeir sem óku þeim þóttu heldur sérkennilegir eða svo fannst mér. Og nú var ég kominn í þeirra hóp! Auk þess var klárinn staður.“ Beðið um handleiðslu Guðs Aðalsteinn kveðst snemma hafa þráð að fá að læra smíðar enda beygðist snemma krókurinn til þess sem verða vildi. Hann fór þegar í bernsku að búa til ýmsa hluti þótt hann væri að kalla verkfæralaus. En mjög erfitt var að komast í nám hjá meistara á þeim tima. „Ég lagði þetta í hendur Guðs og bað hann að leiða mig. Nú fór ég að vinna hjá rafvirkjameistara þó að slíkt starf heillaði mig ekki. Rafvirkinn, sem mér fannst góðmenni, vildi að ég færi á samning hjá sér. Ég hafði starfað þar um sinn og einn daginn, þegar ég fór heim í mat, krafðist hann þess að ég segði af eða á, þegar ég kæmi aftur, hvort ég vildi gerast lærlingur hjá honum. En þegar ég kem heim liggja fyrir mér þau skilaboð að Árni Skúlason í Gamla kompaníinu vilji taka mig til náms i húsgagnasmíði.11 Aðalsteinn þakkaði Guði þessa handleiðslu og eftir það hefur hann verið tengdur smíðinni með einum eða öðrum hætti. Hann fór til Danmerkur að námi loknu bæði til framhaldsnáms og einnig á vegum meistara síns til að læra að nota límpressu — þeirra tíma tækniundur — sem ætlunin var að flytja til landsins og olli raunar byltingu hér heima. Með slíkum vélum var farið að framleiða þiljur, hurðir og húsgögn á nútimavísu. Hér mætti nefna að krossviðurinn í kapellunni i Vatnaskógi var gerður í þessari fyrstu vél sinnar tegundar á landinu. „Ég hef kennt í Iðnskólanum í 35 ár en býst raunar við að hætta þar núna í sumarbyrjun. í skólanum hef ég kennt nokkrar greinar svo sem trésmíði, efnisfræði tréiðna og grunnteikningu sem flokkast niður í nokkra þætti: Flatar- teikningu, teiknilestur, teikniskrift, fríhendisteikningu og rúmteikningu. Þá hlaut ég þá gæfu að verða leiddur inn á sérgrein í því sem nefnt er yfirborðsmeðferð viðarins og snertir litun, lökk og önnur efni.“ Það var Rannsóknarstofnun iðnaðarins sem sendi Aðal- stein út á sinum tíma til að kynna sér þessa sérgrein. Okkur er kunnugt um að hann hefur haldið námskeið fyrir meistara og sveina í þessari sériðn í meira en tvo áratugi auk kennslunnar, bæði í Reykjavík, á Akureyri og víðar. Það hefur jafnan farið vel á með Aðalsteini kennara og nemendunum í Iðnskólanum. Við spyrjum hann um leyndardóminn. „Ég reyndi strax í byrjun að taka leiðtoga i KFUM mér til fyrirmyndar. Þeir komust í gott samband við okkur piltana — og þeir settu sig aldrei á háan hest þegar þeir leiðbeindu okkur. Trúaður maður hlýtur að biðja Drottin um blessun í starfi sínu. Ég bið oft fyrir nemendunum þegar ég les upp nöfn þeirra úr bekkjarskránni í byrjun kennslu. Guð hefur verið mér góður og haldið hendi sinni yfir mér við kennslustörfin.11 Þáttaskil í Vatnaskógi Við víkjum aftur að veru Aðalsteins í KFUM. Hann hafði kynnst bæði sálmasöng og hús- lestrum á heimili sínu í bernsku. Fóstra hans fór með hann tveggja ára gamlan „upp í helgidóminn“ til séra Friðriks og bað hann að biðja fyrir litla drengnum. Það sýnir hug hennar til trúarinnar. En hann er 12 ára þegar hann fer að sækja fundi í félaginu og ætlar sér þó ekki að taka trú- málin alvarlega fyrr en í ellinni. Samt glæðist traustið á Guði og einn ávöxtur þess er að hann losnar við myrkfælni sem mjög hafði þjakað hann í sveitinni. „Þar hlaut ég sérstaka bæn- heyrslu. Og þetta er dæmi um að kristilega starfið getur sannarlega orðið unglingum til gagns og hjálpar." Þegar hann er 17 ára er hann kominn í dvalarflokk í Vatnaskógi. Trúaðir jafnaldrar hans hafa djúp áhrif á hann þegar þeir segja frá þvi sem þeir eiga í samfélaginu við Jesú. „Og þá eignaðist ég fullvissu í trúnni og steig skrefið til fulls. Ég hlaut mikla trúargleði og uppljómun. Ég man ennþá daginn. Það var 13. júlí 1942.“ Þetta var róttækt afturhvarf ungs pilts og nú fór hann fljótlega að taka þátt i starfi félagsins. Hann hefur lagt lið í Aöalsteinn Thorarensen. „Ég reynii strax í byrjun að taka leiðtoga í KFUM mér tilfyrirmyndar. Peir komust í go££ sambaná við okkur piltana—og \tir se£tu sig alárá á háan hest Ipegar pár láðbánáu okkur. Trúaður maður hlýtur að biðja Drottin um blessun í starji sínu.“ 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.