Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 3
Trúarlegt efni í fjölmiðlum Staldrað við Fjölmiðlar hafa mikil áhrif, líklega eru þau meiri en okkur grunar. Sjálfsagt má lengi rökræða stöðu þeirra og hlutverk en líklega vildum við fæst vera án þeirra. Við getum einnig rætt fram og aftur um það efni sem er að finna í fjölmiðlum. Skoðanir á efnisvali og efnistökum þeirra eru ugglaust álíka fjölbreyttar og fólk er breytilegt. í þessu tölublaði Bjarma er sjónum m.a. beint að trú og fjölmiðlum. Sumir kunna að segja að trúarlegt efni eigi varla heima í almennum fjölmiðlum þar sem um svo persónulegt málefni sé að ræða. Aðrir kvarta yfir því hve lítið þeir fjalla um kristna trú og gildismat og telja þá jafnvel halda á lofti allt annars konar viðhorfum en kristnum. Enn aðrir reyna að halda úti kristilegum fjölmiðlum sem hafa það markmið að boða kristna trú og fræða um hana. Miðað við þau miklu áhrif sem fjölmiðlar hafa er eðlilegt að kristið fólk notfæri sér þá til að koma kristnum boðskap og fræðslu á framfæri. Það er m.a. hægt með því að koma á fót kristilegum fjölmiðli og ná þannig til fólks en búast má við að það sé að nokkru leyti afmarkaður hópur sem hefur hvort eð er áhuga á málefninu. Hin leiðin er því ekki síður mikilvæg að reyna að komast inn í almenna fjölmiðla með kristilegt efni. Nú er reyndar dálítið af slíku efni í sumum þeirra en miðað við fjölda þeirra, útsendingartíma og tölublaðafjölda er hlutfallið hverfandi i þeim flestum. Þess vegna er ástæða til að hvetja kristið fólk til að koma kristilegu efni á framfæri við fjölmiðlana. Sumir þeirra munu án efa taka því fegins hendi ef um vel unnið og vandað efni er að ræða. Einnig má ætla að þeir sem njóta, lesendur blaða, hlustendur útvarps og áhorfendur sjónvarps, yrðu margir þakklátir. Ritstjórum og dagskrárstjórum má einnig benda á að áhugi á efni af þessum toga er líklega meiri en menn gera sér grein fyrir. Trúarbrögð, trú og trúariðkun er snar þáttur mannlífs og menningar. Það er þvi sérkennilegt að sniðganga þann þátt eða gera hann homreka í fjölmiðlum. íslenskt samfélag og menning hefur mótast af kristni nánast frá upphafi. Siðferði og réttarfar byggist á kristnum viðhorfum og gildismati að vemlegu leyti. Þvl ætti það að vera eðlilegt að fjölmiðlar landsins fjalli í rikari mæli en nú er um Biblíuna, kristna trú, trúararf og trúariðkun. Menningaráhrif fjölmiðla em mikil. Ef við viljum standa vörð um áhrif kristinnar trúar og siðgæðis á menningu okkar og samfélag verða fjölmiðlarnir að taka þátt í því og eðlilegt er að gera þá kröfu til þeirra. Kristið fólk í landinu þarf einnig að vera vakandi og taka höndum saman um að láta fjölmiðlana vita ef því líkar vel eða mislikar það sem gert er. Þegar Páll postuli var i Aþenu (Post. 17) notaði hann tækifærið dag hvem og ræddi við menn á torginu. Segja má að torgið hafi verið fjölmiðill síns tíma. Fjölmiðlarnir eru „torg“ nútimans í þeim skilningi að þar getur fólk komið skoðunum sínum á framfæri og þar er unnt að miðla margvíslegum upplýsingum. Við sem teljum okkur kristin eigum að notfæra okkur þau „torg“ til að ná til fólks. Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson, Guðmundur Karl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Þórunn Elídóttir. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, simi 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,- Umbrot: SEM ER útgáfa / Tómas Torfason. Ljósmyndir: Magnús Fjalar Guðmunds- son, o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Trúarlegt efni í fjölmiðlum............ 3 Brotið til mergjar: Kjatan Jónsson Kristin trú og fjölmiðlar.............. 4 Brotið til mergjar: Ríkisútvarpið, fjölmiðill allra landsmanna.......................10 / brennidepli: Trúarviðhorf verðandi forseta..........12 Viðtal: Feður okkar í trúnni mörkuðu brautina - rætt við Aðalstein Thorarensen.......14 Ástráður Sigursteindórsson: Vakið — verið viðbúnir.................17 Af vettvangi: Kristniboð og hjálparstarf í kirkjunni.20 Á dagskrá: Helstu uppákomur á vegum kristilegu félaganna sumarið níutíu og sex........21 Umvíðaveröld...........................22 Hvað erTaizé?..........................23 Sr. Bryndís Malla Elídóttir: Þegar ég var barn......................24 Ljóð: Framgölluð albúm-koma í Ijós...........25 Innlit: Trúarvitnisburður Biblíunnar er bæði tímabær og áreiðanlegur................26 Menning og listir: DC TALK................................28 Þórdís Ktara Ágústsdóttir: Berum unhyggju fyrir börnum okkar.....30 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.