Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 28
MENNING OG LISTIR - hljómsveit með skýran boðskap Margir hafa reynt að miðla fagnaðarerindinu gegnum tíðina með margvís- legustu aðferðum. Það er kominn tími til að lesendur Bjarma fái innsýn í heim þeirra sem fást við að miðla fagnaðarerindinu með hjálp nútíma dægurtónlistar. Hrönn Svansdóttir er verslunarstjóri í Jötunni og er því vel að sér um þetta málefni. Hún leiðir okkur í allan sannleik um hljómsveitina DC TALK Ævintýrið hófst þegar Toby Mckeehan og Michael Tait hittust í Liberty University í Virginíu á 9. áratugnum og urðu góðir vinir, grunlausir um í hvað stefndi. Þeir vissu þó að Michael söng og Toby rappaði og saman sömdu þeir lagið Heaven Bound. Félögum þeirra á heimavistinni likaði tónlistin þeirra svo vel að þeir héldu ótrauðir áfram og u.þ.b. ári seinna bættist Kevin Smith í hóp þeirra vina. Árið 1989 gerðu þeir plötusamning og fóru í tónlistarferð með DeGarmo and Key og einnig með Michael W Smith. Þroski og þróun Frá þessum tíma hefur tónlist þeirra þróast og persónur þeirra þroskast. Eftir að hafa ferðast saman í fjögur ár kom út diskurinn Free At Last og þá fóru samvinnan og reynsl- an að skila sinu, bæði hvað varðaði söng og textasmíði. Þessi diskur sló öll fyrri sölumet hljómsveitarinnar er hann seldist í yfir milljón eintökum. Þá náðu þeir til breiðari hóps með fagnaðarerindið. Mörgum finnst kannski skrítið að eftir mikla velgengni Free At Last að þeir skyldu breyta um stíl og snúa sér frá rappi, poppi og soul að stíl sem kallast „Postgrunge Seattle." Eftir miklar umræður varð niðurstaða þeirra sú að ekki ætti að dvelja í fortíðinni heldur halda þróuninni áfram og út. kom lista- verk sem margir hafa haft mikla ánægju af: Jesus Freak. Á þeim diski er ekki eitthvað sem kallast stíll Tobys eða lag eftir Kevin heldur sameinast það besta frá þeim öllum og útkoman er betri en nokkur þorði að vona. Fagnaðarerindið umbúðalaust Það hefur oft farið þannig þegar kristnir tónlistarmenn ná góðri sölu og verða að stórstjörnum þá draga þeir í land og boðskapur textanna verður tvíræður. Þannig er því ekki farið með DC TALK og ber nýjasti titillinn þess merki. Textar þeirra fjalla á hreinskilnislegan hátt um það sem þeir eru að fást við í lífinu, t.d. togstreituna á milli frægðar og frama og þess sem Biblían kennir um að vera auðmjúkur og ábyrgð kristins manns gagnvart náung- anum, þ.e. gleði og sorgir hins kristna einstaklings. Þeir telja að það eigi að tala um Jesú á opinskáan hátt. Það á ekki að draga upp glansmynd af lífi kristinna manna. Mörgum finnst þeir eflaust fullfrakkir 1 söngtextum sínum en þeir telja að þeirra kynslóð kunni að meta hreinskilni og það er án efa rétt enda hefur það skilað sér í söluaukningu. Oft eru skilin ekki skörp á milli trúboðs og skemmtanaiðnaðar en þeir hafa það að markmiði að fylgja' 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.