Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 24
ORÐIÐ
Sr. Bryndís Malla Elídóttir
Þegar ég var barn
Sr. Bryndís Malla
Elídóttir,
safnaöarprestur í
Hjallakirkju.
Mikið var oft auðvelt að vera barn. Þá var
öruggt skjól að finna hjá foreldrum eða
öðrum ástvinum og traustið fullkomið sem
borið var til þeirra. Þá var vegurinn
einhvern veginn svo beinn og breiður þar
sem auðvelt var að láta lyfta sér yfir hindranir. Þá var
trúin á Guð líka svo góð. Hann var Guð sem barnið fann
sig öruggt hjá, hann var alls staðar og elskaði ðll börnin
sín stór og smá. Honum var hægt að treysta, jafnvel fyrir
leyndarmálum sem enginn mátti vita. Honum var líka
hægt að segja allt, hann skildi alla hluti og
var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd.
Allar spurningar um Guð á himnum og
soninn, sem hann sendi, áttu sín svör sem
fullnægðu barnshuganum.
En börnin vaxa úr grasi, þau taka út
sinn þroska og verða að fulltiða einstakl-
ingum. Flestir kjósa að varðveita það góða
sem æskan skyldi eftir og vilja því einnig
varðveita sína barnatrú. En ef trúin á
góðan Guð á að vera áfram það bjargræði
sem hún var barninu verður hún að fá að
• taka út sinn eigin þroska í uppvextinum.
Allar sögurnar um Jesú, sem barnið lærði,
fá nýja vídd og merkingu með frekari
þekkingu á syni Guðs í lífi manna. Frásögurnar, sem
guðspjöllin geyma um líf og starf Jesú Krists, vitna um
dýrð Guðs á himni og á jörðu. Hans er dýrðin sem
skapaði veröld alla og hann vill að öll veröldin vegsami
son hans eingetinn. Því að til þess var hann sendur að
allir menn mættu lifa með Guði í fullkomnu trausti þess
að hann muni vel fyrir öllu sjá.
í trausti er auðvelt að lifa þegar allt er gott og fagurt.
En þegar lífsins mein og sár taka að svíða og særa leysir
baráttan oft traustið af hólmi. í baráttu okkar að lifa af og
reyna eftir megni að standast hin ýmsu áhlaup er þrek
okkar fljótt á þrotum. Einnig það þarf sína endurnýjun
og sinn kraft ef við eigum ekki að lokum að bugast. En ef
við einhvers staðar í fylgsnum hugans eigum okkar
barnatrú getum við látið reynslu okkar þroska hana svo að
hún verði okkur það sem hún eitt sinn var barninu smáa.
Því að trúin á Jesú Krist er sigurtrú lífs yfir kvöl og dauða.
Hann líknaði og læknaði, gerði kraftaverk meðal manna
og braut jafnvel dauðans brodd á bak aftur með upprisu
sinni frá dauðum. Ef við eitt sinn höfum trúað sögunum
um Krist getum við tekið þær trúanlegar í daglegu lífi
okkar sem fulltíða manna. Okkar raunir, sorgir og sár eru
fyrir hans líf og starf undir líknarnáð almáttugs Guðs.
Kraftaverkið er að Guð er meðal manna í Jesú Kristi og
birtir okkur dýrð Guðs. Það er ekki kraftaverk sem eitt
sinn var, heldur veruleiki í okkar daglega lífi. Veruleiki
vegna hins upprisna Drottins Jesú. Þvi að hvar sem við
stöndum er Kristur okkur við hlið. Þar er hann fyrir
okkur, tilbúinn að rétta fram sína hjálparhönd sem líknar
og læknar. Þar stendur hann og bíður þess að við tökum
við honum inn í líf okkar, ekki sem börn heldur sem
fullorðnir einstaklingar í þekkingu á honum er veitt getur
okkur líf sem yfir gröf og dauða er eilíft hjá Guði. Með
þvi að leita eftir Guði i bæn og styrkja trú okkar til aukins
þroska eignumst við á ný traust, fullkomið traust til Guðs.
Þá vitum við að sönnu hvað hann getur gert fyrir lif okkar
í dag og við þekkjum mátt hans, sigurmátt hans og dýrð
Guðs einkasonar. Þá mun og aukinn þroski veita
spurningum okkar ný svör sem benda á hinn lifandi Krist
sem við getum falið alla vegu okkar. Ef við þekkjum hann
þar sem við i dag stöndum, þekkjum hann sem Drottin
Guð, hinn upprisna frelsara, þá munum við finna hvernig
við getum treyst honum fyrir öllu lífi okkar og starfi.
Honum getum við sagt allt, jafnvel leyndustu hugsanir,
vonir og þrár, hann er tilbúinn til að vera okkar góði Guð
sem við þekktum svo vel sem börn. Þá munum við sjá og
finna hve gott það er að eiga trú hins fulltiða manns. Þvi
að „þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins
og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn
fulltíða maður lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér
svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti
til auglitis því að kærleikur Guðs fellur aldrei úr gildi" (I.
Kor. 13:11).