Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 8
BROTIÐ TIL MERGJAR okkur að hluta alheimsmenningar nútímans, þ.e. hinnar vestrænu, sem flæðir yfir heimsbyggðina m.a. fyrir tilstilli fjölmiðlaveldis þess heimshluta. Fréttum er miðlað en þær eru líka túlkaðar og settar í þjóðlegt og alþjóðlegt samhengi. Vald stærstu fréttastof- anna eins og Reuter og CNN, sem sjá ótal fjölmiðlum fyrir fréttum og fréttaskýringum, er því mikið. Af framansögðu ætti það að vera ljóst hve máttur fjölmiðlanna við að móta viðhorf okkar og skoðanir.er mikill. Það skiptir máli hvaða áhrifum við hleypum að okkur og börnum okkar. Þá hlýtur spumingin að vakna hvar hin góðu og hollu áhrif kristinnar trúar séu í fjölmiðlum samtímans. Hefur enginn hag af því að hún hafi áhrif? Hefur hún ekkert veraldlegt vald eða peninga á bak við sig sem getur komið áhrifum hennar á framfæri? Hvers vegna á ég sem kristinn maður ekki kost á meira kristilegu efni í mínum eigin fjöl- miðlum, sérstaklega RÚV? ans vitni. Hver maður velur þá fjölmiðla, sem hann kýs helst og tala máli hans. í þessu ljósi ber að lita á kristilegu útvarpsstöðina Lindina og sjónvarpsstöðina Omega. Það er komin hörð samkeppni um grundvallargildi í íslensku samfélagi. Eigum við t.d. að líta á náungann sem óendan- lega dýrmætan eins og kristin trú kennir okkur eða eigum við að líta á hann út frá efnahagslegu sjónarmiði, þ.e. hvort hann gefi efnahagslegan arð? Þessi gildi takast mjög á í íslensku þjóðfélagi. Enn eru landsmenn þó almennt sam- mála um mörg grundvallargildi. Þau endurspeglast í starfi fjölmiðlanna. Þeir standa yfirleitt vörð um ýmis kjarnagildi menningarinnar eins og lýðræði, efnalega hagsmuni almennings og réttlátt réttarfar. Á þann hátt veita þeir stjórnvöldum mikið aðhald, efla vitund um þessi gildi og mikilvægi þess að standa vörð um þau en það er ekki gefið að svo verði um alla framtíð. Þeir sem er annt um að þjóðin glati ekki kristinni trú og gildum hennar þurfa að halda vöku sinni og berjast fyrir þeim. Með flllri vírðingu/yrir skoðmkönnunum og prósentum um að tiltölulega margir hlusti d útvarpsguðsþjónustur, \á er það ekki neinum vafa uniirorpið að hlusteniumir erufyrst og fremst af elirí kynslóðinni. Trúarlega efnið er í öllum aðalatriðum það sama og það hefur verið í árflíugí. „Áliersifln virðisf vera á kirkjuárinu, sögu og hefð og hefðbuninu helgihalii kirkjustofnunarinnar þar sem prestar eru í öllum aðalhlutverkum við miðlun boðskaparins til almennings.“ Breyttir tímar Sá tlmi er liðinn að landsmenn eigi aðeins kost á að hlusta á eina útvarpsrás eða horfa á eina sjónvarpsrás. Frelsi lýðræðisþjóðfélagsins á tíma margmiðlunar gefur okkur kost á að lifa miklu meira í eigin heimi en áður hefur þekkst. Hver maður velur sinn eigin lífsstíl, lífsgildi og trú. Margar útvarps- og sjónvarpsstöðvar bera þessari fjöl- hyggju og taumlausu dýrkun einstaklingshyggju samtím- Kirkjan og fjölmiðlar Fjölmiðlar eru svo mikilvægir í nútímaþjóðfélagi að þeir sem vilja hafa einhver áhrif verða að nýta þá. Einkareknu útvarps- og sjónvarpsstöðvamar eru tilbúnar til að miðla kristilegu efni ef það er vel unnið. Stundum fara sjónvarps- stöðvarnar fram á greiðslu fyrir sýningartíma. Stærstu fjölmiðlarnir eins og RÚV og Morgunblaðið eru einnig opnir fyrir kristilegu efni. Ef þeir fá efni í hendur er það oftar en ekki notað. Þeir hafa e.t.v. ekki boðun kristinnar trúar á stefnuskránni en em ekki andvígir henni. Biskups- stofa fær meira að segja að sjá um skipulagningu þess kirkjulega efnis sem er á boðstólum í RÚV Með allri virðingu fyrir skoðanakönnunum og prósent- um um að tiltölulega margir hlusti á útvarpsguðsþjónust- ur, þá er það ekki neinum vafa undirorpið að hlustend- urnir eru fyrst og fremst af eldri kynslóðinni. Trúarlega efnið er í öllum aðalatriðum það sama og það hefur verið í áratugi. „Áherslan virðist vera á kirkjuárinu, sögu og hefð og hefðbundnu helgihaldi kirkjustofnunarinnar þar sem prestar em í öllum aðalhlutverkum við miðlun boðskapar- ins til almennings."6 Minni áhersla virðist vera lögð á boðun til trúar og eftirfylgdar, sem getur kostað eitthvað, og að benda á það sem miður fer í þjóðfélaginu. Miðlun trúarreynslu almenns safnaðarfólks þekkist ekki. Það er sjaldan bryddað upp á nýjungum. í trúarlífskönnun Björns Bjömssonar og Péturs Péturssonar kemur fram að stór hluti landsmanna vill meira fræðandi efni um kristna trú í fjöl- miðlum og meira efni fyrir börn og unglinga í frjálsari búningi en hið hefðbundna guðsþjónustuform kirkjunnar, meiri söng, umræður og kristilega boðun.7 Kirkjunnar menn kunna ekki mikið að hagnýta sér fjölmiðla og nota þá því ekki sem skyldi. Framlag þeirra er mjög takmarkað

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.