Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 10
BROTIÐTIL MERGJAR R íkis ú tvarpið, fjölmiðill allra landsmanna - kristilegt efni í ríkisfjölmiðlum Eins og flestum er kunnugt, hefur útvarpsstjóri, sr. Heimir Steinsson, starfað sem prestur í íslensku þjóðkirkjunni um margra ára skeið. Þessi pistill byggist aðallega á viðtali við hann. Útvarpshúsið við Efstaleiti. íýmsum löndum eru sérstakir dagskrárgerðarmenn sem sjá eingöngu um gerð trúarlegs efnis í ríkisfjölmiðlunum. Grundvöllur RÚV Áður en fjallað er um kristilegt efni í RÚV er mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim ramma sem þessari stofnun er settur í lögum. Stefnu og forsendur RÚV er að finna í 15. gr. útvarpslaga (leturbreyting KJ): „Ríkisútvarpið skal leggja rækt við íslenska tungu, sögu pjóðarinnar og menningararfleijð. Rlkisútvarpið skal halda í heiðri lýðrœðislegar grund- vallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Það skal flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi bama, jafnt í hljóðvarpi og sjónvarpi. Rlkisútvarpið skal flytja efni m.a. á sviði lista og bók- mennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Það skal veila almenna fræðslu og gera sjálfstæða dagskrárþætti er snerta ísland eða íslendinga sérstaklega. Útvarpsefni skal miða við fjölbreytni íslensks þjóðlífs. Veita skal alla þá þjónustu sem unnt er með tækni útvarpsins og þjóðinni má að gagni koma.“ Staða kristilegs efnis í ríkisfjölmiðlunum Þegar útvarpsstjóri er spurður um kristilegt efni í útvarpi og sjónvarpi bendir hann á að ýmis konar helgihald fari fram bæði í útvarpi og sjónvarpi. „í útvarpinu em morgun- og kvöldbænir alla virka daga. Á föstunni kemur lestur Passíusálmanna í stað kvöldbæna. Guðsþjónustu er útvarp- að á Rás 1 alla helga daga ársins. Hugvekja er í sjónvarpi á sunnudögum og guðsþjónustur á jólum, páskum og hvíta- sunnu.“ Biskupsstofa á þátt í að skipuleggja þessa dagskrár- liði. „Varðandi stefnu RÚV gagnvart kristilegu útvarps- og sjónvarpsefni, þá rækir RÚV trúararfleifðina meira sem arfleifð, sem hluta af islenskri menningu i mjög víðri merkingu, frekar en sem kristniboð en það er ekki stundað á vegum stofnunarinnar.“ Að ráði útvarpsstjóra var leitað eftir upplýsingum hjá ýmsum deildarstjórum RÚV varðandi umfang og afstöðu til 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.