Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 16
VIÐTAL
Aöalsteinn við sýna- og Ýmsum deildum í barna- og unglingastarfinu um árin,
prufusafn Iðnskólans fyrst í Laugarnesi, og i starfi safnaða þar sem hann hefur
1996' verið í safnaðarnefnd. Fimm ár sat hann í stjóm KFUM og
áður í varastjórn.
Hann kveðst hafa verið afar óframfærinn piltur en bað
Guð að hjálpa sér svo að hann gæti tjáð sig fyrir öðrum og
mætti verða að liði. Aðalsteinn segir að starfið hafi stund-
um bitnað á fjölskyldunni en eiginkonan, Hrönn Skagfjörð
Thorarensen, hafi sýnt sér fullan skilning. Börn þeirra
hjóna eru fjögur og öll uppkomin.
„Samfélag við vini mína í trúnni hef ég fyrst og fremst
átt í aðaldeild KFUM. Fyrir nokkra var deildin í miklum
öldudal og ég tók það mjög nærri mér. Ég fékk að vera
með í því að byggja deildina upp að nýju. Það hefur gefist
vel að virkja sem flesta félagana til þátttöku í fundunum
og samfélaginu. Það eflir líka félagskenndina. Um tíma
héldum við fundina i skrifstofuhúsnæðinu í höfuðstöðv-
unum á Holtaveginum meðan sjálft samkomuhúsið var í
smíðum. Með því langaði okkur að tengja félagana strax
við staðinn.11
Aðalsteinn leggur áherslu á gildi þess að ungir menn og
eldri umgangist hvorir aðra sem mest, hvorir um sig læri
af hinum og hljóti uppbyggingu af samstarfinu.
„Samfékg við vini mína í trúnni hcf égfyrst
ogfremst átt í akldáld KFUM. Fyrir nokkru
var deildin í miklum öldudal og ég tók það
mjög nærri mér. Égfékk ah vera með í þvi að
byggja dáídina upp að nýju. Pað hefur gefist
vel að virkja semflesta félagana til þátttöku í
fundunum og samfélaginu.“
Skilaboð kristniboðans:
Fagnaðarerindið
Kristniboðið og KFUM og KFUK hafa löngum verið ná-
tengd hér á landi. Aðalsteinn hefur alla tíð fylgst með
starfinu úti á akrinum meðal heiðingja.
„Það er gjöf að geta örlítið stutt við kristniboðið og eng-
inn vafi er á þvi að okkar stuðningur skilar sér margfalt til
baka. Það að Guðs sonur tók á sig uppgjörið vegna synda
mannanna og að mitt sé aðeins að þiggja og taka á móti í
trú er ekki auðskilið nema með Guðs hjálp. Þar að auki er
okkur heitið eilífu lífi.
Þetta er Guðs gjöf og um leið skilaboð kristniboðans til
allra manna. Kristniboðið er að minu mati fullkomnasta
þróunarhjálp sem unnin er því auk þessa era sjúkrahjálp
og menntun mikilvægir þættir starfsins.“ —
Og tíminn leið vestur á Nesi. Aðalsteinn og blaðamaður-
inn létu ekki við það sitja að lýsa yfir stuðningi við kristi-
legt starf og rifja upp gamlar minningar — þær urðu miklu
fleiri en hér hefur verið drepið á — heldur drifu þeir sig á
Úr kapellunni í Vatnaskógi. Á sínum tíma smíðaði
Aðalsteinn innréttingar kapellunnar.
kaffisölu kvennanna í Kristniboðssalnum í Reykjavík til að
efla starfið í verki. Þeir enduðu því spjallið við svignandi
veisluborðin í hópi glaðra kristniboðsvina.
Það er uppbyggilegt á tímum efa og eirðarleysis að
kynnast trúuðu fólki sem hefur bundið tryggð við upp-
rana sinn í andlegum efnum og vill vinna lifandi, kristi-
legum málefnum allt það gagn sem það má. Þjónusta við
Jesú Krist veitir lifsfyllingu. Markmiðið er háleitt, að Guð
verði vegsamlegur i öllu — um aldur og ævi.
- ba
16