Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 11
BROTIÐ TIL MERGJAR dagskrárefnis með kristilegu innihaldi. Svörin voru öll á þá lund að mönnum væri illa við efni sem væri beinlínis boðandi og töldu best ef það fléttaðist við annað efni. Greinilegt er að reynt er að hafa efni sem mest almenns eðlis. Bent var á að oft væri trúarlegt ívaf t.d. í sjónvarps- efni fyrir börn. Fjallað er um trúarbrögð í fræðsluþáttum og kristindóminn út frá menningarsögulegu sjónarhorni, um siðfræði hans og tengsl hans við heimspeki. Sigurður Valgeirsson, deildarstjóri innlendrar dagskrár, sagði að ekki væri sóst eftir kristilegu efni, enda „hefur enginn, sem fæst við dagskrárgerð og dagskrárstjórn, trú- mál sem brennandi áhugamál. Enginn veltir því fyrir sér hvernig gera megi trúmál skemmtileg.“ Sigurður taldi engar horfur á að breyting yrði á þessu í sjónvarpinu, enda er „slæmt ef trúarlegur stimpill er á dagskrárefni. Það fælir fólk frá. Betra er að fella það að öðru efni.“ Hann taldi RÚV vera hlutlaust gagnvart trúarlegu efni. Hins vegar væri hægt að hafa áhrif á efnisval sjónvarpsins með því að senda inn efni til skoðunar enda er umtalsvert efni sýnt vegna ábendinga frá almenningi. Hinrik Bjarnason, innkaupastjóri sjónvarpsins, tók í sama streng og sagði að hans deild fylgdist með öllu trúarlegu efni sem hefði almenna tilhöfðun. Útvarpsstjóri var spurður hvort gerð hefði verið skoðana- könnun á því hvort og hve margir vildu kristilegt efni í útvarp og sjónvarp og hvernig það ætti að vera. „Nei, en þetta er góð hugmynd sem vert er að gefa gaum. Vandinn er sá að kannanir kosta peninga. RÚV lætur gera tvær stórar kannanir á ári þar sem talið er hve margir horfa og hlusta á einstaka þætti en engin könnun hefur verið gerð varðandi óskir manna um kristilegt efni.“ Væri hægt að hafa meira kristilegt efni á dagskrá RÚV? „Mér vitanlega vísar Ríkisútvarpið engum á bug sem vill koma með efni og flytja á Rás 1. Það er erfiðara með sjónvarpið." Dagskrárgerðarmaður fyrir trúarlegt efni? í ýmsum löndum, t.d. Noregi og Englandi, eru sérstakir dagskrárgerðarmenn sem sjá eingöngu um gerð trúarlegs efnis í ríkisfjölmiðlunum. Lagt var til í skýrslu, sem Ævar Kjartansson, fréttamaður, og sr. Valgeir Ástráðsson, sóknar- prestur, unnu fyrir kirkjuráð þjóðkirkjunnar og útvarpsráð árið 1992, að sami háttur yrði hafður á hjá RÚV í skýrslu þeirra segir: „Við gerum það þvl að tillögu okkar að Ríkis- útvarpið ráði starfsmann 1 sína þjónustu sem sinni sérstak- lega öllum þeim málum er varða trúmál og helgihald.“' Er útvarpsstjóri var inntur eftir því hvort til greina kæmi að starfsmaður yrði ráðinn í slíka stöðu svaraði hann að slíkt hefði verið lagt til en aldrei komist lengra. Þetta myndi þýða nýja stöðu og að önnur yrði lögð niður vegna þess að ekki fengist leyfi til að hækka afnotagjöld. UilÍílfiwli Kvartanir Stundum er flutt dagskrárefni í RÚV, t.d. í sjónvarpinu, sem misbýður fólki á einhvern hátt, t.d. siðgæðisvitund þess og trúartilfinningum. Ýmsir velta því fyrir sér hvar þeir geti kvartað og hvort eitthvert mark sé tekið á um- kvörtunum þeirra. Útvarpsstjóri upplýsti að kvörtunum ætti að koma á framfæri við sig. Hann athugar málið sjálfur. Mikið mark er tekið á kvörtunum og þær geta leitt til þess að efni, sem kvartað er yfir, birtist ekki aftur. Sr. Heimir Steinsson útvarpsstjóri. KJ. 1 Valgeir Ástráösson og Ævar Kjartansson, 1992, Um samstarf ríkisútvarps og þjóökirkju. Er útvarpsstjóri var inntur ejtir því hvort til greina kærni að starfsmaður yrði ráðinn í slíka stöðu svaraði hann að slíkt hefði verið kgt til en aíárei komist lengra. Petta myndi j>ýða nýja stöðu og að önrtur _yrði lögð niður vegna þess að ekkifengist íeyfi til að hækka afnotagjöld. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.