Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 9
í opinberri umræðu og því er þekking og áhugi fjölmiðla-
manna á kristinni trú mjög takmörkuð.8 Hér þarf að ráða
bót á. Það þarf að leggja meiri vinnu í að ná til nýrrar kyn-
slóðar íslendinga sem lifir í nýju samfélagi og að nokkru í
nýrri menningu.
Skýrsla Ævars Kjartanssonar og sr. Valgeirs Ástráðssonar,
sem vitnað er til i viðtalinu við útvarpsstjóra, var unnin til
að leita leiða til betra samstarfs RÚV og þjóðkirkjunnar.
Tillögu þeirra um ráðningu fjölmiðlafulltrúa hjá kirkjunni,
sem yrði tengiliður við Ríkisútvarpið og aðra fjölmiðla i
landinu, og að RÚV réði, eins áður er getið, aðila, sem
sinnti „sérstaklega öllum þeim málum er varða trúmál og
helgihald", virðist hafa verið stungið ofan í skúffu.9 Svo
virðist sem hugur hafi ekki fylgt máli, þegar beðið var um
að láta vinna þessa skýrslu, því að ekkert hefur verið aðhafst
frekar, hvorki innan kirkjunnar né RÚV. Vonandi fylgja
athafnir orðum þeirri nefnd sem nú er að störfum innan
kirkjunnar.
Biskupsritari, sr. Baldur Kristjánsson, segir i pistli sínum
um fjölmiðlastefnu íslensku þjóðkirkjunnar: „Kirkjan þarf
að fara að leggjast yfir útgáfumál sín. Hvaða boðum viljum
við koma áleiðis og hverjar eru virkustu leiðirnar?“ Ég
minnist þess að svona hafi verið talað um margra ára skeið
innan kirkjunnar en hún getur ekki vænst þess að fljóta
áfram á hefðinni einni saman í mörg ár enn. Það er mál til
komið að hún fari að komast að því hverju hún vill miðla!
Kirkja, sem ekki veit hvaða boðskap hún ætlar að koma á
framfæri, á ekki framtíð fyrir sér. Hún þarf að átta sig á
breyttum aðstæðum og taka mið af því. Kirkjan þarf að
gera markaðskönnun og bregðast við niðurstöðum hennar
þannig að hún auki „markaðshlutdeild" sína. Þetta er það
sem safnaðaruppbyggingarfræðin10 fjalla meðal annars um.
Þjóðkirkjan og kristilegar hreyfingar innan hennar geta
nýtt þá fjölmiðla, sem til eru, miklu betur en nú er. En það
kostar vinnu. Það þarf að hafa efni á boðstólum, þrýsta á
stjórnendur fjölmiðla og sannfæra þá um að peningum
þeirra sé vel varið með því að kaupa og búa til kristilega
þætti í stað þess að selja sýningartíma, enda vill stór hluti
neytenda fá slíkt efni. Ýmisleg áhugaverð starfsemi fer
fram innan safnaða og félaga, þar eru margir áhugaverðir
einstaklingar, bryddað er upp á ýmsu sem á fullt erindi inn í
fjölmiðlana. Töluvert er útbúið af góðu efni með kristi-
legum boðskap, t.d. ævintýrum og kvikmyndum sem
standast fyllilega samjöfnuð við kvikmyndir frá Holly-
wood. Gætu kristnir menn ekki sett niður vinnuhóp til að
vinna að þessu?
Kristin kirkja á íslandi þarf að veita fjölmiðlum aðhald.
Hún þarf að vera í hringiðu samfélagsins og á ekki að
sætta sig við að nota eingöngu sérkristna fjölmiðla eins og
Omega og Lindina þó að þeir sinni mikilvægri þjónustu
því að stóru fjölmiðlarnir ná til miklu fleiri.
Kirkja Krists hefur boðskap sem á knýjandi erindi til
samtíðar okkar á íslandi. Hún má ekki sofna í viðjum
BROTIÐ TIL MERGJAR
vanans. Það verður að kristna hverja nýja kynslóð okkar
landsmanna. Líf kirkjunnar og framtíð byggist á því að hún
sé trú herra sínum og nái að miðla trúnni á Jesú Krist sem
lifir. Engin tækni eða mannlegt skipulag getur látið fólk
upplifa trúna og samfélagið við hann en leita verður allra
leiða til að ná til fólks með boðskapinn um hann. Fjöl-
miðlar eru mikilvægir í þessu sambandi. Þeir eru eign
kristinna manna ekki síður en annarra!
Heimildir og tilvitnanir
1 Clyde Klukhohn, 1949, Mirror for Man, New York:
Hill Book Company, bls. 17.
2 E. Adamson Hoebel, 1972, Anthropology: The
Study of Man, 4th ed., New York: McGraw-Hill, bls.
66.
3 Halldór Reynisson, 1995, Trúin á öldum Ijósvakans,
Kirkjuritið 1. hefti, bls. 24.
4 Hjörtur Magni Jóhannsson, 1996,
Fjölmiðlasamfélagiö og ímynd kirkjustofnunarinnar,
Kirkjuritið 1. hefti, bls. 23-30.
5 Sigurður Arnarson, 1994, Kirkjan og fjölmiðlar,
samherjar eða fjendur, sérefnisritgerð við
guðfræðideild Háskóla (slands.
6 Hjörtur Magni, bls. 56.
7 Björn Björnsson og Pétur Pétursson, 1990, Trúarlíf
(slendinga, ritröð Guðfræðistofnunar nr. 3,
Reykjavlk, Háskóli íslands, bls. 34-37.
8 Hjörtur Magni, bls. 57.
9 Valgeir Ástráðsson og Ævar Kjartansson, 1992,
Um samstarf ríkisútvarpsins og þjóðkirkju, álitsgerð
unnin fyrir kirkjuráð og útvarpsráð. Sjá sérstaklega
bls. 9.
10 Safnaðaruppbygging er þýðing á þýska orðinu
„Gemeindeaufbau" sem er þýsk staðfæring á
ensku oröunum „church growth".
Safnaöaruppbyggingarfræði fjalla um það að
starfsmenn I kristilegu starfi kynni sér aðstæöur
safnaða, hið ytra og hið innra, þekki hugsanagang
fólks I umhverfi hans og nýti það til að ná betri
árangri I safnaðarstarfinu. Notast er við almenna
skynsemi og öll þau fræði sem að gagni geta
komið í þessu sambandi svo fremi sem þau
samrýmast hinum kristna boðskap. Kristniboðinn
Donald McGavran er talinn faðir þessara fræða.
Pjóðkirhjan og kristilegar hreyfingar innan
hennar geía nýtt fáfjölmiðla, sem tií eru,
míklu betur en nú er. En f að kostar vinnu. Það
\arf að hafa efni á boðstólum, þrýsta á
stjómendur fjölmiðla og sannfæra \á um að
xningum þeirra sé vel varíð með því að
mupa og búa til kristilega þœtti í stað þess að
selja sýningartíma, enda vi l stór hluti
neytendafá slíkt efni.
9