Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 21
Miðbæjarátak í júní Dagana er Bjarmi var í prentun (10.-17. júní) fékk Landssamband KFUK og KFUM mjög góðan gest í heimsókn. Gesturinn heitir Tom Harriger og var fyrir „íslandsvinur“ þvi hann hefur komið áður hingað til lands í tengslum við samkomurnar Líf og vitnisburður sem í daglegu tali nefnast Billy Graham átakið. Harriger kemur frá Louisiana í Bandaríkjunum en þar hefur hann boðað framhaldsskóla- nemum Guðs orð í tæp þrjátíu ár á vegum samtakanna Student Venture. Aðalmarkmið þeirra samtaka er að gera unglinga að einlæg- um verkamönnum Krists. Að þessu sinni kynnti Harriger sér möguleika í miðbæjarstarfi KFUK og KFUM í Reykjavík og tók þátt í um- ræðum og skipulagningu fyrir það. Heimsókn Harriger kom sér afar vel því KFUK og M í Reykjavík höfðu áformað miðbæjarátak um svipað leyti. Miðbæjarátakið var að þessu sinni gert fyrst og fremst til að læra af því og nýta sér reynsluna til frekari átaka í framtíðinni. Pó nokkuð af fólki innan raða KFUK Steinunni Hróbjartsdóttur (s. 553 3628) eða Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóra félag- anna en vinnusími hans er 588 8899. Helstu uppákomur á vegum kristilegu félaganna sumarið níutíu og sex og M hefur mikinn áhuga á boðun orðsins í miðbænum og er svo sannarlega ekki vanþörf á. í vetur hafa framkvæmdir staðið yfir á efri hæð í húseign félaganna í Austurstræti þar sem verið er að gera klárt fyrir litla kaffistofu. Þar er ætlunin er að bjóða upp á léttar veitingar á vægu verði fyrir fólk sem leið á urn miðbæinn. Öllum sem áhuga hafa á að hjálpa til við miðbæjarátakið er bent á að hafa samband við Gísla Friðgeirsson (s. 587 6259), Helgu Hamingjuleiðin Að venju verður Almenna mótið á vegum Kristniboðssambandsins haldið í Vatnaskógi helgina 28.-30. júní. Yfirskrift mótsins er að þessu sinni Hamingjuleiðin og er þar vísað í Jeremía 6:16. Byrjað verður að ganga “Hamingjuleiðina” á föstudagskvöldið 28. kl. 21:30 en síðasta sam- koman verður haldin sunnudaginn 30. kl. 14:00. Dagskránni verð- ur dreift á mótinu en ennig mun hún birtast í Boðberanum, fréttabréfi Kristniboðssambandsins. Svo óheppilega vildi til, að þegar mótstíminn var ákveðinn i upphafi útmánaða var enginn farinn að hugsa til þess að kjör til forseta ber einmitt upp á laugardaginn 29. júní. Þeim sem hyggjast sækja Almenna mótið er þvi bent á að hægt er að kjósa áður en farið er á mótið. Þar sem kjör til forseta íslands er mikilvægur atburður fyrir alla íslend- inga verður mótsgestum boðið upp á að fylgjast með kosningasjónvarpi aðfaranótt sunnudagsins. Meðan á kosninga- sjónvarpinu stendur verður ungl- ingum boðið upp á baðstrandar- partý í Oddakoti. Þar verður leikið á ýmsa strengi, einkum strengi gleði og trúar. Aðgangseyrir á mótið, sem er 1000 krónur, greiðist við hliðið. Fyrir unglinga yngri en 14 ára er ókeypis, en það skal tekið fram að hver fjölskylda þarf aðeins að greiða 3000 krónur að hámarki. Gisting í húsum kostar 800 kr. fyrir 13 ára og eldri en 400 fyrir börn 3-12 ára. Nánari upplýsingar og skráning í gistingu er í síma 588 8899. Á DAGSKRÁ Sæludagar um verslunarmannahelgina Sæludagar í Vatnaskógi verða haldnir um verslunarmannahelgina eins og undanfarin sumur. Sæludagarnir hafa verið mjög vinsælir af fólki á öllum aldri enda hefur dagskrá þeirra verið fjölbreytt. Aðsókn síðustu ára hefur verið á bilinu 600-800 manns. Helstu breytingar á dagskránni verða þær að tilboð fyrir unglinga verða aukin til muna, þó ekki á kostnað þeirrar rlkulegu fjölskyldudagskrár sem boðið hefur verið upp á. Guðsþjónustan, sem undanfarin ár hefur verið haldin síðdegis á sunnudeginum, Líkt og áður verður Vatnaskógur vettvangur Almenna mótsins og Sæiudaganna. verður færð aftur til kvöldsins og þá í formi poppmessu. Aðgangseyrir er 2700 kr. fyrir 14 ára og eldri. Yngri en 14 ára fá ókeypis en þeim er ekki hleypt inn á svæðið nema í fylgd með fullorðnum. Hámarksaðgangseyrir fyrir fjöl- skyldu með böm yngri en 16 ára er 6000 kr. Biblíu- og kristniboðsnámskeið í Ölveri Biblíu- og kristniboðsnámskeið verður haldið í Ölveri dagana 22.-25. ágúst. Þar er boðið upp á vænan skammt af góðri trúarfræðslu. í Ölveri er tækifæri til að fara í gönguferðir í fjölbreyttri og fagurri náttúru, með sundlaug og heitan pott á næstu grösum. Verð námskeiðsins er 1900 krónur á dag eða 5600 fyrir allt nám- skeiðið. Greiða þarf hálft gjald fyrir bðrn 5-12 ára en ekkert fyrir þau sem yngri eru. Mögulegt er að kaupa einstakar máltíðir og eins að tjalda á staðnum gegn vægu verði og sjá um eigin mat. Þeir sem velja þann kostinn greini frá því við skráningu og hvaða máltiðir þeir vilja kaupa. Innritun á Almenna mótið, Sæludaga og Biblíu- og kristniboðsnámskeiðið fer fram á Aðalskrifstofu KFUK og M, Holtavegi 28, sími 588 8899. Skrifstofan er opin milli kl. 8 og 16.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.